Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 4
N áttúrufræðingurinn
2. mynd. Þróun meðalaldurs (efri mynd) og hlutfalls 10 ára og eldri (neðri mynd)
kynþroska þorska í stofni á árunum 1955-2002.
ur. Þannig bendir t.d. margt til þess
að stórir þorskar gegni mikilvægu
hlutverki í viðkomu stofnsins en
rannsóknir undanfarinna ára á
hrygningu og klaki þorsksins, bæði
hér heima og erlendis, hafa leitt í
ljós að stórir þorskar gefa hlutfalls-
lega meira af sér hvað varðar fjölda
og gæði hrogna og kviðpokaseiða
sem dreifast yfir lengri tíma og
stærra svæði en smáir þorskar.2-3
I þessari grein verður fjallað um
rannsóknir á hrygningu og klaki
þorsks við Island sem hófust árið
1993 og stóðu til ársins 2000. Megin-
tilgangur þessara rannsókna var að
kanna hvaða þættir hefðu mest
áhrif á hrygningu, klak og nýliðun
þorsks við Island og þá sérstaklega
mikilvægi stærðar og aldurssam-
setningar hrygningarstofns og áhrif
þess á klak og afkomu kviðpoka-
seiða. Rannsóknirnar fóru fram á
Hafrannsóknastofnuninni og voru
styrktar af fjölda opinberra aðila,
þar á meðal sjávarútvegsráðuneyt-
inu, RANNÍS og Evrópusamband-
inu, en einnig af hagsmunaaðilum í
sjávarútvegi: Landssambandi ís-
lenskra útvegsmanna, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna, þróunarsjóði
sjávarútvegsins og upptökusjóði.
Fjöldi, stærð og gæði
HROGNA OG KVIÐPOKASEIÐA
Frjósemi
Eins og hjá flestum fiskum er frjó-
semi þorsks háð stærð fisksins.
Þannig sýndu frjósemismælingar
sem framkvæmdar voru á árunum
1995-2000 að stærstu hrygnurnar
gáfu af sér allt að 30 milljónir
hrogna en þær minnstu aðeins
230-300 þúsund hrogn (3. mynd).2
Samband frjósemi og lengdar er
þó ekki línulegt og kemur það til af
því að stórar hrygnur gefa af sér
hlutfallslega meira af hrognum
miðað við hvert kíló líkamsþyngdar
(4. mynd).
Astand fisksins (k = holdastuðull;
hlutfall þyngdar á móti lengd eða H
= hlutfallsleg þyngd lifrar) hefur
mikil áhrif á frjósemi.2 Þannig
mynda þorskhrygnur sem eru í
betra ástandi almennt fleiri hrogn
en þær sem eru í verra ástandi þó
svo að þær séu af svipaðri stærð (5.
mynd).
3. mynd. Frjósemi (milljón hrogn) þorsks
við suðvesturströndina (Selvogsbanka og
nágrenni) á árunum 1996 (r2=0.91) og
1999 (r2=0.88)2.
Atresía
A tímabilinu frá því að hrognin fara
að þroskast snemma vetrar fram að
hrygningu breytist ástand hrygn-
unnar mikið. Sýnt hefur verið fram
á að ef hrygnan býr ekki yfir nægj-
anlegri orku eða hefur ekki aðgang
að nægri fæðu þá er hætt við að
þroskun hrognanna stöðvist.41 stað
áframhaldandi flutnings forðanær-
ingar inn í eggfrumurnar (hrognin)
snýst ferilið við og hefst þá endur-
upptaka á forðanæringu úr hrogn-
um inn í blóðrásina sem flytur hana
4. mynd. Hlutfallsleg frjósemi (fjöldi
hrogna/kg) þorsks áriðl998.2
4