Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 48

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 48
Náttúrufræðingurinn 9. mynd. Lerkisveppur Suillus grevillei. Svepphatturinn er tæki svepps til að dreifa sér og er aðeins lítill hluti af massa sveppsins. Megnið er kerfi af þráðurn í moldinni. Myndina tók Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir í Mjóanesi á Héraði í ágúst 2000. og Ted Schultz, hafa ferðast um hitabeltisskóga í öllum hlutum heims og safnað þar maurabændum og sveppum þeirra. Rannsóknir þeirra á erfðaefni mauranna og sveppanna hafa leitt í ljós að maurar hafa byrjað sveppabúskap að minnsta kosti sex sinnum, á ýmsum stöðum og tímum. Eftir að ræktun hófst á sveppum af þessum sex gerðum greindust svepp- imir - ásamt maurunum sem rækt- uðu þá - í margar nýjar tegundir. Einnig er ljóst að maurar í nálægum búum hafa oft sótt nýja sveppi hver til annars. Hugsanlega hefur einhver sýki eytt sveppunum sem fyrir voru og mauramir þá sótt sveppi til granna sinna. En maurabændur hafa Kka verið staðnir að því að ráðast á granna sína, útrýma þeim og leggja undir sig sveppabúgarðana. Þetta bendir til þess að fleira sé líkt með bændum meðal maura og manna en áður var talið. Forfeður okkar í Mexíkó, Afríku, Austurlönd- um nær og Kína ólu fáeinar tegundir dýra og plantna, aðeins örlítið brot af þeim milljónum tegvmda sem á jörðinni lifa, rétt eins og mauramir ræktuðu ekki nema örfáar af hundr- uðum þúsunda tegunda af svepp- um. Og þegar samgöngur jukust milli þjóða heims kynntust bændur nýjum alidýmm og nytjaplöntum, eins og maurar sóttu sveppi eða gró þeirra til annarra. Maurabændur þurfa líka að fást við plágur Ýmsar tegundir sveppa lifa smkjulífi á alisveppum laufskeramaura. Þegar gró sníkjusveppa berast inn í sveppabúgarð maurabænda, geta sníklamir lagt búskapinn í rúst á örfáum dögum. En mauramir hafa ráð við þessu. Utan á líkömum allra laufskera- maura sem rannsakaðir hafa verið er þunnt lag af bakteríum, Strepto- myces, sem drepa sníkjusveppina en örva vöxt alisveppanna. Mönnum dettur í hug að maurabændur hafi notað þessar vamir öll þau 50.000 ár sem þeir hafa stundað landbúnað. En hvernig stendur á því að sníkju- sveppunum hefur ekki, á öllum þessum tíma, tekist að koma upp teljandi mótstöðu við eiturefnunum, þegar siuklar sem mennskir bændur fást við verða ónæmir fyrir lyfjum þeirra á ámm eða áratugum? Enn er ekkert viðhlítandi svar fengið við þessari spurningu. Kannski er skýringin sú að við ein- angrum eða framleiðum einstakar gerðir af eitursameindum, en maur- amir beita heilum lífverum til vamar búum sínum. Þessar lífverur þróast ört eins og baktería er siður og mynda ný sveppaeyðingarlyf jafn- harðan og sníkjusveppirnir hafa vanist þeim sem fyrir em. Hvað sem þessu líður þá nýta mauramir sér samþróunina, en við fáum hana upp á móti okkur. Ekkjur OG MUNAÐARLEYSINGJAR Við samþróun verða tvær tegundir oft hvor annarri háðar, líkt og samlynd hjón eða umhyggjusamir foreldrar og böm. En samlíkingin nær lengra: Ef önnur tegundin deyr út er hin illa sett, líkt og syrgjandi maki eða munaðarleysingi, og hverfur jafnvel með öllu af jörðinni. Margar tegundir plantna mynda aldin sem dýr éta. Fræin í aldinun- um fara ómelt gegnum meltingar- gang dýranna og geta svo spírað í saur þeirra, langt frá uppruna sínum. Eins og blómplöntur laga sig að ákveðnum gerðum dýra, sem flytja frjó þeirra á milli blóma, þannig mótast aldin ýmissa plantna að ákveðnum dýrum sem éta þau. Við samþróun fugla og plantna verða til litsterk aldin sem eru áberandi í dagsbirtu en næturdýr, svo sem leðurblökur, laðast að ilmsterkum aldinum. Mörg tré bera stór aldin með þykkri skum eða skel sem aðeins er á færi stórra og vel tenntra dýra að brjóta. Víða í Ameríku hafa menn rekist á trjátegundir sem bera aldin er ekkert þarlent dýr getur brotið. Vistfræðingur við Pennsylvaníu- háskóla, Daniel Janzen, hefur skoð- að skógana á Costa Rica í Karíbahafi. Þar vex til dæmis tré af belgjurtaætt, Cassia grandis, sem ber nærri hálfs metra löng aldin með fjölda fræja í trefjóttum massa, umlukin þykkum, trékenndum vegg. A eynni annast einkum fuglar, íkomar, leðurblökur og tapírar frædreifinguna. Ekkert þessara dýra vinnur á aldinunum. Tréð á því erfitt uppdráttar. Flest aldinin tolla á trénu, þar sem þau verða bráð bjallna sem bora sér leið að fræjunum og éta þau. Önnur falla af trénu til jarðar, þar sem ungplönt- umar vaxa upp í skugga foreldrisins og keppa við það um næringu. Framan af nýlífsöld lifðu í Ame- ríku margar tegundir stórra spen- dýra, svo sem úlfaldar, hestar, fílar og risaletidýr (10. mynd). Þessi dýr hafa farið létt með að vinna á lúnum stærstu og öflugustu aldinum, og þetta er augljóst dæmi um samþróun. Við lok ísaldar, fyrir um 12.000 árum, dóu öll stóru spendýrin í Vesturheimi út. Orsakir eru ekki alltaf ljósar, en í mörgum tilvikum berast böndin að frumbyggjum álf- unnar, forfeðrum indíánanna. Tré og aðrar plöntur, sem voru við sam- þróun orðin háð þessum dýrum um frædreifingu, stóðu nú uppi sem ekkjur eða munaðarleysingjar. Þegar Evrópumenn námu land í Ameríku í upphafi nýaldar, fluttu þeir með sér hross og nautgripi, sem endurreistu að hluta jafnvægið í vistkerfi álfunnar frá því á ísöld. Á Costa Rica vex planta sem heima- menn kalla giiira. Aldin hennar, jícara, eru harðar, hnöttóttar hnetur, sem heimamenn opna og nota helm- ingana í ker og ausur, enda mun 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.