Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Arni Hjartarson Flóðbylgjur (TSUNAMI) AF VÖLDUM BERGHLAUPA OG SKRIÐNA Eru bær aleenear við ísland? Jarðskjálftinn mikli við Súmötru á jóladag 2004 og flóðbylgjan mannskæða á Indlandshafi sem hann olli hefur komið af stað vangaveltum um hvort hliðstæðar náttúruhamfarir geti orðið við norðanvert Atlantshaf. Jarð- fræðafélag íslands stóð fyrir stuttri ráðstefnu í Öskju í janúar 2005 þar sem þessi mál voru reifuð.1 Þar kviknaði hugmyndin að þessari grein. Hún fjall- ar um berghlaup eða skriður sem fallið hafa í sjó og vötn hérlendis og vald- ið flóðbylgjum en slíkar bylgjur voru nefndar á fyrrgreindri ráðstefnu. Þær voru einnig nefndar í umræðum sem komu upp í sambandi við grjóthrun og hugsanlega stórskriðu í Óshlíð milli ísafjarðar og Bolungarvíkur.2 Spurningin sem leitað er svara við er hvort flóðbylgjur af þessu tagi séu algengar við ísland. Flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta, skriðufalla neðan- sjávar eða loftsteinaárekstra verða ekki til umfjöllunar hér. Tsunami, hafnarbylgja, FLÓÐBYLGJA I umræðunni sem varð í kjölfar hamfaranna í Indlandshafi urðu all- fjörug skoðanaskipti meðal jarð- fræðinga og náttúrufræðiáhuga- manna, bæði á póstlista JFÍ og í kaffistofum víða um land, um ís- lenskt orð fyrir flóðbylgjur af þessu tagi. Alþjóðaorðið er tsunami en það er komið úr japönsku. Bein þýðing þess er hafnarbylgja. Fáir þekkja hafnarbylgjur betur en Jap- anir. Hin sögulega skýring á orðinu er sögð sú að þótt allt virtist með kyrrum kjörum á láði og legi brast stundum á ofsalegur sjógangur við ströndina og brimrót í höfnum sem skildi allt eftir á tjá og tundri, brot- na báta og sjóhús í rústum. Menn töldu því að tsunami væri fyrirbæri sem með einhverjum hætti væri bundið við hafnir. Þorleifur Einars- son þýddi orðið3 og notar það í kennslubókum sínum. Hafnar- bylgja er ágætt orð um þetta nátt- úrufyrirbæri með sinn japanska og sögulega bakgrunn og engin ástæða til að amast við því. I fræðilegri um- ræðu geta menn líka sem best notað orðið tsunami þótt það beygist stirðlega. Orðið flóðbylgja dugir líka ágætlega til að lýsa þessu fyrir- brigði á almennan hátt og það verð- ur notað hér í greininni. I orðalista yfir heiti og hugtök í vatnafræði og skyldum greinum, sem ég held úti á netinu, segir um orðið: TSUNAMI - hafnarbylgja, flóðbylgja. Orkurík bylgja sem borist getur langar leið- ir um höf eða vötn og valdið tjóni fjarri upp- runastað sínum. Slík flóðbylgja getur risið af völdum jarðskjálfta, eldsumbrota, skrið- ufalla, snjóflóða og á fleiri vegu (skjálfta- flóðbylgja, eldgosaflóðbylgja, skriðuflóð- bylgja, snjóflóðaflóðbylgja). (www.isor.is/~ah/ord) Skriðuflóðbylgjur Víða um heim hafa flóðbylgjur af völdum berghlaupa eða skriðna sem fallið hafa í sjó eða vötn valdið tjóni á lífi manna og eignum. Þekkt- ustu dæmin um þetta frá nágranna- löndum okkar eru úr þröngum fjörðum Noregs. í bókum Ólafs Jónssonar um skriðuföll og snjóflóð eru lýsingar á mannskæðum flóð- Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 11—15, 2006 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.