Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Kreisting og hrognataka á Selvogsbanka. Ljósm. Guðrún Marteinsdóttir. til lifrar. Fyrsta vísbending um að þetta ferli sé hafið er að himnur eggfrumnanna byrja að brotna í sundur og að lokum leysist öll egg- fruman upp og hverfur. Þetta ferli kallast „atresía" eða uppsog. Rann- sóknir í Barentshafi hafa leitt í ljós að atresía getur verið mjög mikil hjá þorski sem býr við léleg fæðuskil- yrði.4 Hjá þorski við ísland hefur ennfremur verið sýnt fram á að atresía er tengd ástandi fisksins, þ.e. bæði holdastuðli (K) og ástandi lifr- ar (H) (6. mynd).5 Þannig fannst lítil eða engin atresía hjá hrygnum sem voru í þokkalegu ástandi (k > 1,1). Ekkert samband var hinsvegar á milli stærðar fisks og atresíu. Stærð og gæði hrogna og KVIÐPOKASEIÐA Stærð frjóvgaðra þorskhrogna er á bilinu 1,1-1,6 mm. Stærð hrogna fer minnkandi þegar líður á hrygning- artímann. Þannig myndar hver hrygna stærstu hrognin á fyrri hluta tímabilsins en fljótlega eftir að hún hefur losað tæplega helming hrogn- anna þá fer stærð þeirra ört minnk- andi (7. mynd). Mikilvægt er að taka tillit til þessa þegar skoða á sambandið á milli stærðar, aldurs eða ástands hrygna og stærðar þeirra hrogna sem frá þeim koma. o CO (%) o !26' ÍS 22' o o ® 18' 0 c 0 o * 14' aio- °°o oe o • Ekki atresia 1 6' o o ° O atresia f 2‘ O O) ° x . -2 1 ■ ■ ■ 1 I 1 1 0.6 0.7 0.8 0.9 1.0 1.1 1.2 1.3 1.4 1.5 301 g2ö- •5 20- 15' ? 10' ® 5- o-- 0 8 10 12 14 16 K Lifrarstuöull (%) 6. mynd. Á myndinni til vinstri má sjá sambandið á milli atresíu og ástands þorsks hjá öllum hrygnum, þ.e. hrygnum safnað bæðifyrir og eftir að hrygning hófst árið 1998. Á myndinni til hægri sést sambandið á milli hlutfalls hrogna sem báru einkenni atresíu og lifrarstuðuls hjá hrygnum fyrir hrygningu (r2 = 0,52, p<0,01) sama ár.5 7. mynd. Meðalstærð hrogna hjá hrygnum á mismunandi hrygningarstigi (1. stig: < 30% hrygnt, 2. stig: 30-50% hrygnt, 3. stig: 50-80% hrygnt og 4. stig: > 80% hrygnt). 8. mynd. Sambandið á milli lengdar hrygna og þvermáls hrogna hjá hrygnum á 2. og 3. hrygningarstigi (sjá skýringar við 7. mynd) á Selvogsbanka árin 1994 (r2 = 0,31, p < 0,001) og 1996 (r2 = 0,23, p < 0.001).2 Með því að bera saman hrygnur sem eru á svipuðu hrygningarstigi má sjá að stærri hrygnur mynda al- mennt stærri egg (7., 8. og 9. mynd). I flestum tilfellum getur þó reynst erfitt að sýna fram á þetta samband þar sem erfitt er að flokka hrygn- urnar eftir hrygningarstigum og oft er viss skekkja tengd flokkuninni”. I sumum tilfellum sést þetta sam- band þó mjög greinilega, þ.e. þegar sýni eru tekin úr hrygnum sem eru að hefja hrygningu og eru því allar á sama hrygningarstigi. Þannig má sjá glöggt samband á milli hrygnu- stærðar og þvermáls hrogna hjá hrygnum sem gengu til hrygningar í Gunnólfsvík síðla vors árið 1992 (9. mynd). 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.