Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 20

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 20
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Djásnþörungar II: 1 Cosmarium bioculatum, 2 C. granatum, 3 C. pyramidatum, 4 C. venustum, 5 C. meneghinii, 6 C. laeve, 7 C. cucurbita, 8 C. palangula, 9 C. ornatum, 10 C. reniforme, 11 C. brebissonii, 12 C. praemorsum. (1, 4 og 7 eru ófundnir á íslandi).9 þörungaflokks á íslandi myndi því líklega leiða til niðurfellingar teg- unda, en vafalaust myndi tegundum fjölga margfalt meira. Hér er því gott tækifæri til að finna nýjar plöntu- tegundir fyrir landið. Þessar 160 tegundir skiptast í þrjár ættir og um 20 ættkvíslir sem nú verður nánar getið. Islensku ættkvíslanöfnin ber að skoða sem tillögur. Desmidiaceae Djásnþörungaætt I þessari ætt eru hinir dæmigerðu djásnþörungar, sem fyrr var lýst. Þeir skiptast í tvo hópa, eftir því hvort frumurnar eru stakar eða mynda keðjur. A Frumur stakar Arthrodesmus (4. mynd). (gr. arthros = tenging, liður; gr. desmos = band, borði). Náladjásn Litlar frumur, nokkurn veginn jafnar á lengd og breidd, með sléttum vegg. Hálffrumur oftast þrí- hyrndar á framhlið og hafa tvo langa, nállaga brodda sinn hvoru megin, sem oftast standa þvert út frá þeim, oft umluktar slími og lifa gjaman í blautum mosa á ströndum tjama. Þrjár tegundir þekktar hér: A. convergens, A. incus og A subulatus. (í nýjum þörungaflórum hafa nokkrar tegundir af Arthrodesmus verið sam- einaðar sléttveggja tegundum af Staurastrum í nýja ættkvísl sem kallast Staurodesmus. Sjá Staur- astrum.) Cosmarium (5. mynd). (gr. kosmos = skraut, regla eða alheimur). Nýradjásn Frumuhelmingar oft nýralaga, en stundum sporöskjulaga eða kant- aðir, sléttir eða vörtóttir, hvorki með djúpum skerðingum né göddum. Séð frá hlið eru hálffrumur oftast kringlóttar, en sporöskjulaga séð í endann. Annars er mikill breytileiki í formum. Þetta er gríðarstór ætt- kvísl; meira en 1000 tegundum hefur verið lýst og margar þeirra er ekki auðvelt að nafngreina. Þær er næstum hvarvetna að finna þar sem er sæmilega rakt og einhver gróður. Hér á landi eru skráðar 57 tegundir og þrjú afbrigði. Algengar tegundir eru t.d. C. botrytis, C. granatum og C. punctulatum. Sú fyrstnefnda er oft höfð í rækhm til skoðunar í skólum. Nokkrar Cosmarium-tegundir sem lifa á jarðvegi hafa nýlega verið settar í sérstaka ættkvísl, Actinotaenium, og eru tvær þeirra skráðar hér á landi.19 Euastrum (6. og 7. mynd). (gr. áhersluforsk. eu- og gr. astron = stjama). Barðdjásn Lengd frumunnar í heild venjulega um helmingi meiri en breiddin, skoran djúp og þröng. Hálffrumur oftast kantaðar að framan séð, alltaf með skarði í toppinn og oft með nokkrum útskotum á hliðum, jafn- 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.