Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 53

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 53
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 3. mynd. Hluti af mderingu, sem gerð var eftir íslandskorti Guðbrands Þorlákssonar biskups, en það var upprunalega teiknað fyrir 1585. Þar sést hafís og ísbirnir við Langanes. í skýringum aftan á kortinu við stafinn Q er frá því sagt að mikið af hafís berist upp að landinu frá hinu frosna úthafi. Sagt er að hreyfing jakanna valdi miklum hávaða og sutns staðar séu þeir þéttsetnir ísbjörnum að leik. - Part ofa map of Iceland, a copy from a map drawn by Bishop Guðbrandur Þorláksson before 1585. It shoivs sea ice and polar bears off Langanes. In explanations under Q on the back of the map it is stated that great quantities ofsea ice are carried by currents frotn the ice-covered ocean to the coast oflceland, and some ofthefloes are packed with polar bears at play. þegar ísinn myndast og fjarlægðinni frá ísyfirborðinu. Meðalseltumagn hafíssins austan við Grænland er talið vera nálægt 5%o. Að sjálfsögðu er það frumskilyrði hafísmyndunar að hitastigið fari niður fyrir frost- mark sjávarins, en uppleyst sölt hans valda frostmarkslækkun. Selta í fullsöltum sjó er kringum 35 %o og frostmarkið er þá um -1,9°C. Auð- veldast á hafís með að myndast þar sem sjórinn er verulega lagskiptur, þannig að ofan á saltari og þyngri djúpsjó er seltulítið yfirborðslag. Sé mismunurinn í eðlisþyngdinni nægjanlega mikill, verður lítil sem engin blöndun við neðri lög sjávar- ins, þrátt fyrir kælingu yfirborðs- lagsins niður í frostmark. Þannig getur myndast lagnaðarís þótt hlýr sjór sé nokkra metra undir yfirborði. Augljóst er því að lagskipting sjávar- ins er ekki síður mikilvæg fyrir hafísmyndun en hitastigið. Þessi lagskipting sjávarins, sem veldur því að þrátt fyrir yfirborðs- kælingu sjávar sem myndað hefur lagnaðarís er hlýr sjór aðeins nokkra metra undir yfirborði, hefur reynst mikilvæg til að fjarlægja ís á takmörkuðum svæðum með loftból- um. Þessi aðferð hefur verið notuð þegar hindra þarf ísmyndun eða bræða ís á yfirborði sjávar vegna siglinga eða mannvirkjagerðar. Að- ferðin felst í því að áður en ís hefur myndast á haffletinum eru lagðar margar samhliða plastslöngur ná- lægt sjávar- eða vatnsbotninum á því svæði sem halda skal íslausu. Með nokkurra metra millibili eru boruð mjó göt á þessar plastslöngur. Þegar hætta er á að lagnaðarís fari að myndast, eða jafnvel eftir að ís hefur myndast á vatninu, er þrýsti- lofti dælt inn í slöngumar. Þá stíga loftbólur upp undir ísflötinn. Reynsla hefur sýnt að allt að 50 cm þykkur ís hefur bráðnað af svæðinu eftir örfáa daga. Ástæðan er sú að loftbólurnar koma hreyfingu á vatn í heitari vatnslögum nokkra metra undir yfirborðinu og þetta vatn bræðir ísirtn. Orkan sem bræðir ísinn kemur þannig úr neðri lögum vatnsins en að sáralitlu leyti úr þeirri orku sem fer í að knýja loftþjöppuna. Á norðurheimskautssvæðinu er feikikuldi, en þó minni en margir halda. Frost verður þar sárasjaldan meira en -47°C., en á suðurheim- skautinu hefur frost mælst -74°C. Norðurheimskautið og nálæg haf- svæði eru eilíflega þakin því nær samfelldum hafís, sem er margra ára gamall. Ef rakin er saga einstaks hafísjaka, hefst myndun hans að hausti með því að frostskel myndast á yfirborði sjávarins. ísrnn þykknar á einum vetri og er orðirtn 2 hl 3 metrar að þykkt næsta vor. Hraðast leitar saltlögurinn að sumri niður úr jakanum eftir pækilrásum, eins og sagt var frá að framan (sjá 5. mynd). Að hausti er jakinn orðinn seltulítill íshafsís. Töluverð sólbráð verður á yfirborði íssins, yfirborðið verður óslétt og tjarnir myndast á honum. Sólvarminn hitar tjamimar meira en Talið er að um 55 ísbirnir hafi alls borist til íslands með hafís og verið felldir. Eftir að farið var að skrá komu ísbjarna til landsins hefur þeirra flestra orðið vart á Hornströndum og þar hafa 20 birnir verið felldir. Árið 1988 kom ísbjörn af hafísjaka í land í Haganesvík og árið 1993 sást ísbjörn á sundi við Vestfirði. Báðir voru þeir felldir. 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.