Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 30

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 30
Náttúrufræðingurinn þau kljáðust voru teknar svokallað- ar nágrannamælingar í fyrsta hópn- um. Teiknuð voru upp kort á hálf- tíma fresti af staðsetningu hross- anna og metið hversu nálægt hvert öðru þau voru. Alls voru 534 slík kort notuð til útreikninga. (Kort sem teiknuð voru þegar hrossin stóðu í heyinu voru ekki notuð.) Horft var á hestana ýmist úti við eða í skjóli (9. mynd) og með öflug- um sjónaukum ef hrossin voru meira en 50 m í burtu. Ef dvalist var úti var leitast við að trufla ekki hest- ana og urðu þeir fljótt vanir því að höfundar væru í grenndinni. 7. mynd. Hestar á öllum aldri leika sér; sá til hægri er 17 vetra. - Geldings ofall ages play. The one to the right is 17 years old. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. jafnóðum í tölvu og hvaða hross áttu í hlut í hverju tilviki.14 Miðað var við að mæla hegðun hestanna í samræmi við skilgreiningar sem at- ferlisfræðingar er rannsakað hafa hesta hafa komið sér saman um.15 Jákvæðu samskiptin voru fyrst og fremst gagnkvæm snyrting (að kljást) og leikur, en einnig kynferð- isleg samskipti eins og að riðlast á öðrum. Þau neikvæðu voru ógnanir í formi hótana um að bíta eða sparka og leggja kollhúfur, árásir sem enduðu með biti, bit, spörk og afskiptasemi (íhlutun í samskipti annarra). Viðbrögð þeirra sem árás- argirnin beindist að (víkja sér und- an, flýja, engin viðbrögð) voru einnig skráð til að fá betri upplýs- ingar um sambandið á milli hest- anna. Upplýsingarnar sem fengust gefa góða mynd af tíðni áberandi sam- skipta (leikur, gagnkvæm snyrting, riðlanir, afskiptasemi, bardagar) og eru áreiðanlegri en tíðni hegðunar sem er ekki eins áberandi (heilsast, leggja kollhúfur, hóta að bíta). Gögnin um ógnanir, árásir og við- brögð við þeim voru fyrst og fremst notuð til að meta virðingarröðina í hópnum. Til að meta hvort góð fylgni væri milli þess hve mikið hross héldu saman í haganum og hversu mikið 8. mynd. Hestar sýna vinarhug m.a. með því að vera mjög nálægt hvor öðrum. - The hor- ses stand close to their preferred partners. Ljósm./photo: David Noakes. 9. mynd. Notast var við svokallaðan dómarakofa írannsókninni. - The horses were zvatched from this shed. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.