Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 18

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 18
Náttúrufræðingurinn A B C 2. Venjuleg frumuskipting okþörunga: A Zygnema, B Micrasterias, C Gymno- zyga.1B 3. Okfrjóvgun og okfrumumyndun: E hjá þráðlaga okþörungi, F hjá djásnþörungi ('Closterium).1*’ kjarninn. Djásnþörungar eru því einlitna. Tegundafjöldi djásnþörunga er geysimikill, líklega um 4-5 þúsund, og hver tegund hefur sitt sérstaka form sem oft er tiltölulega auðvelt að greina hana eftir. Tegtmdum með svipað form er raðað saman í ætt- kvíslir, en það þarf ekki endilega að sýna hinn raunverulega skyldleika þeirra, sem meira er hafður til við- miðunar þegar skipt er í ættir. Upphaflega voru allir djásnþör- ungar í einni ætt: Desmidiaceae, en langt er síðan sett var upp önnur ætt: Mesotaeniaceae fyrir hina svonefndu ,saccoderm desmids'. Nýlega var bætt við þriðju ættinni: Peniaceae fyrir nokkrar ættkvíslir þeirrar fyrmefndu. (Þráðlaga okþörungar, mynda ættina Zygnemataceae, en þeir hafa aldrei verið taldir til djásn- þömnga.) Töluverð umskipun hefur átt sér stað í þörungakerfinu á síðustu árum og breytingar á nöfnum kerfiseininga, sem þó eru mismun- andi eftir höfundum sem um þær fjalla og virðast því ekki vera komnar á hreint. Samkvæmt alþjóðlegum nafnareglum eru ok- þörungar nú kenndir við ættkvíslina Zygnema og nefndir Zygnematophyceae. Sumir hafa þá í einum ættbálki, en aðrir í tveimur: Zygne- matales og Desmidiales og teljast djásnþörung- ar til þess síðamefnda. Ættaskipting er enn á reiki. Nýlega hafa ættkvíslimar Raphidonema og Stichococcus, sem áður tilheyrðu Ulotrichaceae (Ulotrichales) verið fluttar í okþörunga- flokkinn og mynda þar nýjan ættbálk og nýja ætt (Klebsormidales/Klebsormidaceae). Þá hafa sumir þörungafræðingar sameinað kransþörunga (Charales) og okþörunga í eina fylkingu sem þeir kalla Charophyceae, en óvíst er hvort það stenst. Ekki er ástæða til að fara nánar út í þessa kerfisfræði í alþýðlegri grein, en til frekari fróðleiks má benda á bækur van Hoek o.fl. 1993 og Reviers 2003.3 Búsvæði og útbreiðsla Djásnþörungar eru algengir í fersku vatni af ýmsum gerðum og líka í blautum gróðri, á blautum klettum o.s.frv. Flestir sækjast eftir næringar- litlu, hreinu og ísúru vatni (pH 5-6) en forðast lútkennd vötn. Þeir eru viðkvæmir fyrir seltu og ekki er vitað til að neinar tegundir þeirra geti lifað í sjó. Þeir eru næmir fyrir mengunarefnum og því er fjöl- breytni þeirra og magn góður mæli- kvarði á hreinleika vatnsins (t.d. sumar Closterium-tegund ir). Sumir djásnþörungar geta þó þrifist við mjög erfiðar aðstæður, jafnvel á jökl- um, þar sem Ancyclonema-tegundir lita yfirborðið stundum fjólublátt, en þær hafa ekki fundist hérlendis. Talsvert af djásnþörrmgum er í svifi sumra vatna á Islandi, en annars eru þeir tíðastir í tjömum og pollum, í mýrum og í mógröfum, þar sem að öðru leyti er ríkulegur gróður, enda sitja þeir oft á háplönt- um, mosum eða öðrum þörungum. Lítið er af þeim í rennandi vatni, enda geta aðeins fáar tegundir fest sig við undirlagið og rekur því niður með straumnum. I mýrapollum eru oft ein eða fáeinar tegundir ríkjandi, svo þær geta jafnvel grænlitað vatnið, en í stærri tjömum eru ávallt fleiri tegundir saman. I næringarríkum vötnum með hátt pH-gildi (yfir 7) er lítið um djásrþörunga. Þar er Mývatn gott dæmi og er djásnþörungafátækt eitt helsta einkenni svifsins í því. Hins vegar eru hinar mörgu tjamir norð- an við vatnið býsna auðugar að djásnþörungum og sömuleiðis Sandvatn ytra og Másvatn.4 í Þing- vallavatni er heldur ekki mikið af djásnþörungum í svifinu, en í Urriðavatni á Héraði og Vatnsfjarð- arvatni á Vestfjörðum eru keðjulaga djásnþörungar stór hluti af því. Lítið er um þá í jökulvatnsblönduðum vötnum, t.d. veit ég ekki til að þeir hafi fundist á lífi í Lagarfljóti. í Skjálftavötnum í Kelduhverfi, sem mynduðust við jarðsig í ársbyrjun 1976, varð djásnþörunga vart þegar á fyrsta sumri.5 Greiningarbækur Elsta grundvallarritið um þennan flokk er bók John Ralfs: British Desmidieae, sem út kom í London 1848, með litmyndum eftir Edward Jenner.6 (Svarthvít endurprentun út- gefin af Verlag J. Cramer í Þýska- landi 1972.) Glæsilegasta mynda- verkið er bók W. West og G. S. West: A monograpli of the British Desmidia- ceae í fimm bindum, útgefin af Royal Society í London 1904-19237 og mun nú vera torgæt. Besta greiningarbókin er rit W. Krieger: Die Desmidaceen í 13. bindi hinnar stóru ,Rabenhorst Krypto- 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.