Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 8. mynd. Djásnpörungar IV: 1 Closterium pronum, 2 C. leibleinii, 3 C. ehrenbergii, 4 C. moniliferum, 5 Closterium lunula, 6 C. acerosum, 7 C. striolatum, 8. C. kiitzingii, 9 Pleurotaenium ehrenbergii, 10 P. truncatum. (1, 7 ,S og 20 eru ófundnir á íslandi).5 lendis og nokkur afbrigði. Stjömu- djásn em meðal algengustu græn- þörunga og má vanalega finna eina eða fleiri tegundir í hverri tjöm eða polli. Sumar tegundir lifa í svifi og þannig má skýra hin löngu hom, sem auðvelda þeim að svífa í vatninu. Algengar tegundir eru t.d. S. biene- anum, S. dejectum og S. punctidatum (með tveimur afbrigðum). Nokkrar tegundir úr þessari ætt- kvísl, með slétta veggi og áberandi brodda, hafa nýlega verið klofnar frá henni og skipað í nýja ættkvísl, Staurodesmus, ásamt nokkrum teg- undum úr ættkvíslinni Arthrodes- mus, og sumir telja þessar ættkvíslir samnefndar. Tetmemorus (6. mynd). Stöppudjásn Frumur langar og fremur mjóar, með grunnri skoru og snubbóttum endum og minna dálítið á meitil eða stöppu. Veggir sléttir eða punktóttir. Hvor hálffruma inniheldur einn miðlægan grænubera, með 8-10 langböndum sem eru totóthr næst frumuveggnum. Tvær tegundir þekktar hér á landi: T. granulatus og T. laevis, önnur á blautum mosa. Xanthidium (4. mynd). (gr. xanthos = gulur). Broddadjásn Líkist náladjásni en hálffrumur eru vanalega með 4-6 köntum og á hornum þeirra eru einn til tveir nokkuð langir og útstandandi broddar, sem geta verið skiphr í endann. Oft er áberandi brúnleit og vörtótt upphækkun framan á miðri hálffrumunni. Þrjár tegundir hér á landi: X. antilopaeum, X. fasciculatum og X. octocorne. Sú fyrstnefnda (antilópudjásn) er algeng í svifi tjama og smávatna. B Frumur keðjutengdar Desmidium (10. mynd). (gr. desmos = borði). Borðadjásn Frumur þétttengdar í snúin bönd eða borða, kantaðar (trapisulaga), um helmingi breiðari en þær eru langar og með grunnri eða óveru- legri skoru og sléttum veggjum. Utan um keðjuna er hlauplag, sem þó er ekki áberandi. Okfrjóvgun fer fram í rörum sem myndast á milli frumna í keðjunni. Þessi ættkvísl er nafngjah ættarinnar. Aðeins ein teg- und er þekkt hér á landi: D. swartzii í tjörnum og skurðum!6 Hyalotheca (10. mynd). (gr. hyalos = glær: gr. thecon = hús, hylki?). Glerdjásn Líkist undanfarandi ættkvísl en hér em frumumar vanalega með ógreini- legri skom (smádæld) eða alls engri og keðjumar hafa þykkt, glerkennt hlauplag utan um sig, þar sem greina má frumuskil. Okfrjóvgun fer oftast fram í tengirörum, eins og hjá ætt- kvíslinni á undan. Tvær tegundir skráðar hér á landi: H. dissiliens og H. mucosa. Báðar nokkuð fa'ðar í ísúrum vötnum á Norðvestur-, Norður- og Austurlandi, og stundum verulegur þáttur í svifinu. 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.