Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 9
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
20. mynd. Útbreiðsla hrygningarsvæða þorsks við suður- og suðvesturströnd íslands. Þorskur hrygnir einnig inni áfjörðum við Vest-
ur-, Norður- og Austurland.11.
sem ástand og hlutfallsleg þyngd
lifrar hefur jákvæð áhrif á alla þætti
hrygningarinnar, svo sem frjósemi
og fjölda hrygninga, stærð, gæði,
vaxtar- og þroskunarhraða kvið-
pokaseiðanna. Því er ljóst að til þess
að byggja upp sterkan þorskstofn
þarf að huga að ástandi hrygningar-
fisksins sem og stærðar- og aldurs-
samsetningu stofnsins ásamt stærð
og ástandi artnarra fiskstofna sem
þorskurinn lifir á.
Lokaorð
Uppbygging þorskstofnsins hefur
gengið hægt og nýliðun hefur verið
með minnsta móti í mjög langan
tíma þrátt fyrir að aðstæður í hafinu
hafi verið hagstæðar undanfarin ár.
Framlag einstakra hrygningar-
svæða til nýliðunar hverju sinni er
ekki vel þekkt. Telja má þó líklegt
að framlag stórþorskasvæðanna
(svæði 3.1, 3.2, 5.1, 5.2 og 5.3 á 20.
mynd) sé mikilvægt. Aðgerðir til að
draga úr sókn í stóra þorskinn á
hrygningartíma hafa verið hertar
undanfarin ár. Þannig eru þessi
svæði nú lokuð í allt að 3 vikur yfir
hrygningartímann og auk þess hef-
ur stærð möskva í netum verið tak-
mörkuð við 9 tommur. Aðgerðir
sem miða að verndun hrygningar-
fisksins mæta eðlilega mikilli mót-
spyrnu meðal þeirra sjómanna sem
hafa lifibrauð sitt af þessum veið-
21. mynd. Sextíu daga gamalt þorskseiði. Myndbreyting verður við 30-40 daga aldur en
þá verða miklar breytingar bæði hvað varðar innri líffæri og útlit, svo sem myndun ugga.
Ljósm. Guðrún Marteinsdóttir.
9