Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 50
Náttúrufræðingurinn
komu fram stofnar af bakteríum sem
þoldu penisillín og önnur sýklalyf,
sem síðar voru framleidd, enda eru
bakteríur enn sneggri til samþróunar
en skordýrin. Þær geta skipt sér
nokkrum sinnum á klukkustund, svo
hagstæðar stökkbreytingar í þeim
breiðast mjög fljótt út, og þar með
einnig stökkbreytingar sem auka þol
bakterianna við einhverjum lyíjum.
Skordýr - eins og önnur dýr og
plöntur - erfa gen aðeins frá foreldr-
um sínum. En bakteríur geta sótt gen
til nálægra en óskyldra baktería - eða
skipst á genum við þær, jafnvel á
milli tegunda.
Því miður vísa læknar sjúklingum
stundum á sýklalyf þar sem þau
koma að engu gagni, svo sem gegn
veirusýkingum. Af liðlega 10 þúsund
tonnum af sýklalyfjum, sem árlega
eru seld gegn lyfseðlum í Banda-
ríkjunum einum, er talið að þriðjung-
ur til helmingur sé annaðhvort lyf
sem vinna ekki á sjúkdómunum
ellegar lyfjagjöfin sé með öllu óþörf.
Enn verra er ástandið í sumum
þróunarlöndum, þar sem penisillín
og fleiri sýklalyf eru seld án lyfseðils.
En neytendur lyfjanna eiga líka
sök á því hvemig komið er. Þeir ljúka
ekki alltaf við skammtinn í pillu-
glasinu og þá er viðbúið að hluti
sýklanna lifi og nái að þróast þannig
að þeir þoli lyfið.
Loks er þess að geta að bændur
víða um heim gefa heilbrigðum
húsdýrum sýklalyf til að komast hjá
því að þau veikist. Auk þess örva
þessi lyf vöxt dýranna, af ástæðum
sem menn þekkja ekki. Þessi ósiður
tíðkast ekki - og hefur aldrei verið
liðinn - í íslenskum landbúnaði, en í
Bandaríkjunum fá húsdýr svo til
jafnmikið af sýklalyfjum og menn
kaupa í apótekum gegn lyfseðlum,
eða önnur 10 þúsund tonn á ári. Þessi
lyfjaaustur hefur kallað fram í dýrun-
um þolna stofna af Sahnonella og
öðrum bakteríum sem síðan geta sýkt
menn. Árið 1994 var leyft að gefa
kjúklingum í Bandaríkjunum ákveð-
in sýklalyf gegn innyflasjúkdómum
af völdum Campylobacter-baktena.
Síðan hefur hlutfall Campylobacter-
sýkla sem þola þessi lyf aukist úr 1%
í 17% í mörvnum. Þótt þessar tölur
séu frá Bandaríkjunum3 má ætla að
ástandið sé svipað víðar í þróuðum
iðnríkjum, svo sem hérlendis.
Ef þessu heldur fram óttast margir
sérfræðingar að stríðið við bakt-
eríumar sé brátt tapað, rétt eins og
stríðið við skorkvikindin. Astandið
verði þá eins og á fyrstu áratugum 20.
aldar, fyrir daga virkra sýklalyfja.
Jafnvel sést sú skoðun að sýkingar-
hættan af óstöðvandi ofursýklum
muni gera skurðaðgerðir jafnhættu-
legar og þær voru á dögum þræla-
stríðsins í Ameríku.3
Þolnir berklar
Að lokum skal nefnt eitt dæmi um
sýkla sem þróað hafa með sér þol
gegn flestum sýklalyfjum. Fram á 20.
öld voru berklar algeng dánarorsök
um allan heim. Sums staðar, svo sem
hérlendis, náðu menn stjóm á veik-
inni með heilsugæslu og umönnun
og einangrun sjúklinga og fyrir miðja
öldina komu fram lyf sem reyndust
svo vel gegn berklabakteríunni,
Mycobacterium tuberculosis, að menn
vonuðust til að geta útrýmt henni á
nokkrum áratugum. Nú em að koma
fram afbrigði sjúkdómsins sem fá
sýklalyf vinna á.
Eftir hrun Sovétríkjanna hefur
glæpaalda gengið yfir Rússland og
fangelsin em yfirfull - með samtals
um milljón vistmenn. Þeir em van-
nærðir og hírast margir saman í
þröngum og sóðalegum klefum,
þannig að viðnám gegn sjúkdómum
er lítið og berklasmitun algeng.
Oft þarf margra mánaða lyfjameð-
ferð tíl að vinna bug á berklaveiki. Ef
sjúklingur tekur lyfið ekki nógu
lengi, má búast við því að í líkama
hans þróist þolnir stofnar af
sýklunum. í rússneskum fangelsum
fá fangamir sjaldan fullan skammt af
sýklalyfjum, auk þess sem ekki er
gengið eftir því að þeir ljúki við
meðferðina, enda breiðast þolnir
berklastofnar þar ört út.
A þessa þolnu sýkla duga aðeins
sérlyf, sem em torfengin í Rússlandi
og auk þess mun dýrari en svo að
yfirvöld fangelsa hafi ráð á þeim.
Fangelsislæknar fá ekki rönd við
reist, þótt þeir geri sér fulla grein fyrir
því að margir fangar ganga með
berklasmit þegar þeir em látnir lausir
og ýmsir þeirra em með lyfjaþolin
afbrigði sýklanna. Þeir snúa svo tíl
heimkynna sinna, þar sem þeir smita
íbúana. Þetta hefur orðið til þess að
tíðni berkla í Rússlandi fimm-
faldaðist á árunum 1990 til 1996 og
dánartala af þeirra völdum meðal
imgra karla hefur hækkað meir en af
nokkrum sjúkdómi öðrum.
Þessi nýju afbrigði gætu orðið
ógnrm við heilsufar manna um allan
heim. Heilbrigðisyfirvöld í Banda-
ríkjunum gera ráð fyrir því að allir
þeir þolnu berklastofnar sem þróast
hafa í rússneskum fangelsum muni
smám saman berast þangað, enda
hafa nokkrar gerðir þegar greinst í
innflytjendum, og allt kapp er lagt á
að greina sjúkdóminn og vinna bug á
honum með öflugustu fáanlegum
meðulum. Hér er mikið í húfi. Ef
bakteríumar fá næði til að þróast
áfram má búast við óviðráðanlegum
stofnum af berklum, sem ekkert
þekkt sýklalyf ræður við.
Heimildir
1. Attenborough, David 1999. Lífshættir
fugla. Skjaldborg.
2. Mader, Sylvia S. 1998. Biology. Wm. C.
Brown/McGraw Hill.
3. Zimmer, Carl 2002. Evolution, the
Triumph of an Idea. Heinemann.
4. Örnólfur Thorlacius 2002. Dýrin lækna
sig sjálf. Fréttir. Náttúrufræðingurinn,
71. 27.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Ömólfur Thorlacius
Hringbraut 50
107 Reykjavík
UM HÖFUNDINN
Örnólfur Thorlacius (f.
1931) lauk fil.kand.-prófi
í líffræði og efnafræði frá
Háskólanum í Lundi í
Svíþjóð 1958. Hann var
kennari við Mennta-
skólann í Reykjavík
1960-1967, Mennta-
skólann við Hamrahlíð 1967-1980 og rektor
þess skóla 1980-1995. Samhliða kennslu-
störfum hefur Örnólfur samið kennslu-
bækur og hann hafði um árabil umsjón með
fræðsluþáttum um náttúrufræði í útvarpi og
sjónvarpi. Hann var um skeið ritstjóri
Náttúrufræðingsins.
50
i