Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 6
Náttúrufræðingurinn
Gunnólfsvík
Lengd hrygna (cm)
9. mynd. Sambandið á milli stærðar
hrygna og meðalstærðar hrogna (með
staðalfrávikum) hjá þorskhrygttum í
Gunnólfsvík vorið 1992.
Stærð hrogna hefur áhrif á stærð
kviðpokaseiða (r2 = 0,3-0,6; 10.
mynd). Kviðpokaseiði sem klekjast
úr stórum hrognum eru allt að 40%
þyngri en þau sem klekjast úr litl-
um hrognum. Tilraunir í eldisstöð
Hafrannsóknastofnunarinnar, þar
sem fylgst var með hrognum og
kviðpokaseiðum frá hrygnum
af mismunandi aldri, stærð og
ástandi, leiddu í ljós að stærð
10. mynd. Stærð hrogna og stærð lirfa við
klak (efri mynd) og við 20 daga aldur
(neðri mynd).2
hrogna og kviðpokaseiða við klak
hafði áhrif á fæðunám, vöxt og
lífslíkur ungviðisins (11.-12.
mynd).2-6 Einnig kom í ljós að sá
stærðarmunur sem kom fram við
klak var enn til staðar þegar lirfurn-
ar höfðu náð a.m.k. 20 daga aldri
(10. mynd).
Fæðunám og vöxtur
KVIÐPOKASEIÐA
Fyrstu 3-7 dagana eftir klak eru
kviðpokaseiðin ósjálfbjarga og lifa
eingöngu á forðanæringu kvið-
pokans. Það er ekki fyrr en melting-
ar- og skynfæri eru farin að
þroskast að þau geta innbyrt utan-
aðkomandi fæðu. Því er mikilvægt
að þau geti hafið fæðunám áður en
forðanæringin er uppurin. Oft er
11. mynd. Fæðunám kviðpokaseiða (maga-
fylli %) sem klöktust úr hrognum af mis-
munandi stærð.6
talað um þetta tímabil sem „the
critial period"7 í lífi kviðpokaseið-
anna, þ.e. tímann sem þau hafa til
að afla sér fyrstu fæðu áður en
forðanæringin er gengin til þurrðar.
Að þessu leyti virðast kviðpoka-
seiði úr stórum hrognum vera betur
stödd þar sem þau þroska skyn- og
meltingarfærin hraðar og geta því
hafið fæðunám fyrr en þau sem
klekjast úr smáum hrognum (11.
mynd)6 auk þess sem þau þola
lengra tímabil án utanaðkomandi
fæðu (þ.e. hafa meiri forðanæringu)
og því eru lífslíkur þeirra meiri við
ótrygg fæðuskilyrði. Kviðpokaseiði
sem klekjast úr stórum hrognum
12. mynd. Vöxtur kviðpokaseiða (meðaltal
og staðalfrávik) sem klöktust úr hrognum
af mismunandi stærð.6
innbyrða fæðu örar en þau sem
koma úr smáum hrognum (11.
mynd). Þetta kemur einnig glöggt
fram í vexti kviðpokaseiðanna þar
sem seiði úr stórum hrognum vaxa
hraðar fyrstu vikurnar eftir klak (12.
mynd).
ÞROSKUN SUNDMAGA
Eins og fram hefur komið verða
miklar breytingar á þroska og útliti
kviðpokaseiða fyrstu vikurnar eftir
klak. Flestar þessara breytinga
tengjast fæðunámi en lífsafkoma
kviðpokaseiðanna byggist á því að
þau finni fæðu með sem minnstri
fyrirhöfn. Þannig verða breytingar
á sjón, munnopi og meltingarvegi
ásamt því að sundmaginn myndast.
Sundmaginn myndast fyrst sem ör-
lítil loftbóla undir hryggnum efst í
kviðarholinu (13. mynd). Tilkoma
sundmagans er ákaflega mikilvæg
13. mynd. Tíu daga gömul kviðpokaseiði.
Rauða örin bendir á sundmagann þar sem
hann liggur undir fremri hluta hryggjar-
ins. Ljósm. Guðrún Marteinsdóttir.
6
J