Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
genum á víðáttumiklum ekrum. Þá
yrðu öll skordýr á svæðinu sem á
baðmullargrösunum lifa útsett fyrir
sama eitrið og öðlast þol við því með
þróun.
Bandaríska umhverfisverndar-
stofnunin (Environmental Protection
Agency) hvetur bændur til að rækta
náttúrlegar plöntur á að minnsta
kosti fLmmtungi af ræktarlandinu.
Þessir blettir yrðu griðland fyrir
óþolin skordýr, sem blönduðu kyni
við þolnu afbrigðin og héldu með því
stökkbreyttu genunum í skefjum.
M.AURAR ~
FYRSTU BÆNDURNIR
Menn hófu landbúnað fyrir einum
10.000 árum, en ákveðnar gerðir
maura hafa sinnt búskap í 50 milljón
ár. Þessir maurar, sem rækta sveppi,
lifa í hitabeltisregnskógum í öllum
hlutum heims.
Langflestir maurar af öllum teg-
undum eru kvenkyns og skiptast í
ófrjóar þemur eða vinnumaura, oft af
nokkrum stéttum sem ólíkar eru að
líkamsgerð og lífsháttum, og frjóar
„drottningar", sem em iðnar við að
verpa eggjum og sjá búinu með því
fyrir nýjum einstaklingum. I hverju
maurabúi er ýmist ein drottning eða
fleiri. Auk þess koma á ákveðnum
tímum árs fram karlar, sem leggja
verðandi drottningu til sæði en sinna
ekki öðrum störfum.
Margir sveppabændur meðal
maura teljast til svonefndra lauf-
skeramaura. Þemur af stórvöxnustu
stétt þramma daglega út úr búinu
upp í tré eða runna, þar sem þær
klifra út á laufin og bíta af þeim
allstór stykki og marséra með þau
heim í skipulegri röð (8. mynd).
Þessar stóru þemur afhenda stykkin
minni þernum, sem tæta bútana
niður í minni bita. Svo taka við aðrar
stéttir af enn minni þernum og
þannig áfram, þar til laufin eru
komin í graut. Grautinn breiða
mauramir svo yfir breiður af svepp-
um í maurabúinu. Sveppirnir þrífast
og vaxa af laufunum og mauramir
nærast loks á sveppunum.
Sveppabændur meðal maura
klippa ekki allir sundur laufblöð til
að ala sveppina á. Sumar tegundir
draga í bú aðra plöntuhluta, svo sem
blóm eða fræ.
Líkt og sumar nytjaplöntur þrífast
ekki nema undir handarjaðri manna,
eru sveppimir sem maurarnir rækta
orðnir háðir bændum sínum. Villi-
sveppir fjölga sér með gróum sem
myndast í sveppahöttum og dreifast
þaðan með vindi (9. mynd), en
alisveppir mauranna eru löngu
hættir að mynda hatta og berast
aldrei út úr maurabúinu, nema
þegar rmg mauradrottning tekur sig
upp til að stofna nýtt maurabú og
hefur með sér „útsæði" af sveppum
úr foreldrahúsum.
Rétt eins og bændur meðal
manna tryggðu sér og sínum meira
og jafnara framboð á fæðu en
veiðimenn og safnarar nutu, þamtig
opnar búskapur mauranna þeim
leið að fæðu sem aðrir komast ekki
að, en maurar geta ekki melt plöntu-
vefi. Hin hliðin á þessari samþrórm er
að maurarnir og sveppir þeirra
viðhalda jafnvægi í hringrás efna í
hitabeltisregnskógunum með því að
brjóta niður allt að fimmta hluta
laufanna sem þar vaxa.
Hvemig hófst búskapur
mauranna?
Þekktar eru um 200 tegundir maura
sem rækta sveppi. Þetta eru skyldar
tegundir og ætla mætti að allir
sveppabændur meðal maura væru
komnir af sama forföður, sem hefði
farið að rækta eina tegund af
sveppum. Svo er ekki. Tveir banda-
rískir vísindamenn, Ulrich Mueller
8. mynd. Þernur laufskeramaura á leið heim íbúið með búta aflaufblöðum. Blöðin verða
síðan notuð sem áburður á sveppi, sem maurarnir rækta sér til matar.3
47