Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 36

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 36
Náttúrufræðingurinn 12. mynd. Tveggja vetra hryssafékk að kara nýkastaðfolald. - A two-year-old mare who showed great interest in thefoals and often prot- ected them was allowed to lick a newborn. Ljósm./photo: Machteld van Dierendonck. fimm af 12 fylfullum hryssum og tvær geldar hryssur þessa hegðun. Þær hegðuðu sér líkt og stóðhestur á fleiri vegu, svo sem að lykta af kyn- færum, krafsa og sperra sig. Þær geldu sem höguðu sér á þennan hátt voru mest ráðandi hryssumar í stóð- inu, en þær fylfullu voru ekki sér- lega hátt settar (nr. 4, 6, 7,10 og 11). Sú sem riðlaðist oftast á öðmm var fylfull og gerði það 26 sirtnum, sem var um helmingur allra tilfella með- al hryssnanna það árið. Seirtna árið var þetta ekki eins algengt, en sama mynstrið kom í ljós því að fimm fyl- fullar hryssur og ein geld sýndu þessa hegðun. Þær voru tiltölulega hátt settar (nr. 1,2, 5, 8,10 og 14). Sú gelda var virkust (24 skipti). Geldingarnir sýndu hryssum í látum nokkurn áhuga og þeir riðl- uðust líka hver á öðrum. Mertrypp- in áttu það eirtnig til að riðlast á öðr- um. Það voru þó ógeltu veturgömlu hesttryppin 1997 sem eðlilega höfðu mestan áhuga. Afskiptasemi eða íhlutun í sam- skipti annarra er áhugaverð hegð- un. Hestarnir blönduðu sér stund- um í málin þegar aðrir voru að leika sér, kljást eða þegar eirthver nálgað- ist mjög ungt folald og móður þess. Þá gerðist það að hross stillti sér upp og ógnaði þeim sem nálgaðist folaldið. Ef ógnun dugði ekki réðst hrossið stundum á „slettirekuna". I hópi I skiptu sex fullorðnar hryssur, fullorðnu geldingarnir og öll trypp- in sér af snyrtingum. Tvær hryssur, annar fullorðni geldingurinn og 13 tryppi stöðvuðu leik annarra. Allar hryssurnar nema tvær vörðu folöld eða mæður þeirra en tvær fylfullar hryssur og ein 2ja vetra unghryssa (Þrista) voru áberandi virkastar (12. mynd). Niðurstöðurnar voru svip- aðar seinna árið en þá var ein ókunnug hryssa sem missti folaldið sitt (Dama) mjög virk því hún fylgdi annarri hryssu með folald eftir og varði það. Ahugavert er að unghryssan Þrista, sem var aftur í hópnum 1999, hafði misst allan áhuga á að verja folöld. Þær hryssur sem voru vinir voru ekki líklegri en aðrar til að verja folöld hver annarr- ar. Svona hegðun hefur verið lýst meðal erlendra hestakynja en hún er sjaldgæf.3 í villtum stóðum er það oftast stóðhesturinn sem ver aðra í hjörðinni.3-8'9-21'35 LOKAORÐ Það sem einkenndi félagsgerð stóð- anna í rannsóknunum á Skáney var virðingarröð, þar sem hryssur ríkja yfir geldingum og tryppum, og vinatengsl, sem voru mjög háð ald- urshópi. Hryssurnar mynduðu tengsl með því að kljást. Hin hross- in gerðu það sama en styrktu tengslin einnig með því að eiga sér leikfélaga. Skyldleiki skipti líka máli. Einu tengsl fullorðnu Skáneyj- arhryssnanna við aðra en fullorðnar hryssur voru tengsl þriggja mera við veturgömul afkvæmi sín sem voru enn á spena og þrjár hryssur áttu fullorðinn gelding fyrir félaga. Þegar ókunnug hross voru sett í Skáneyjarstóðið var það kunnug- leikinn sem réð mestu, sérstaklega meðal þeirra fullorðnu. Þetta mynstur er nokkuð ólíkt því sem hefur verið lýst hjá náttúr- legum erlendum stóðum meðal 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.