Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 22
Náttúrufræðingurinn
8. mynd. Djásnpörungar IV: 1 Closterium pronum, 2 C. leibleinii, 3 C. ehrenbergii,
4 C. moniliferum, 5 Closterium lunula, 6 C. acerosum, 7 C. striolatum, 8. C.
kiitzingii, 9 Pleurotaenium ehrenbergii, 10 P. truncatum. (1, 7 ,S og 20 eru
ófundnir á íslandi).5
lendis og nokkur afbrigði. Stjömu-
djásn em meðal algengustu græn-
þörunga og má vanalega finna eina
eða fleiri tegundir í hverri tjöm eða
polli. Sumar tegundir lifa í svifi og
þannig má skýra hin löngu hom, sem
auðvelda þeim að svífa í vatninu.
Algengar tegundir eru t.d. S. biene-
anum, S. dejectum og S. punctidatum
(með tveimur afbrigðum).
Nokkrar tegundir úr þessari ætt-
kvísl, með slétta veggi og áberandi
brodda, hafa nýlega verið klofnar frá
henni og skipað í nýja ættkvísl,
Staurodesmus, ásamt nokkrum teg-
undum úr ættkvíslinni Arthrodes-
mus, og sumir telja þessar ættkvíslir
samnefndar.
Tetmemorus (6. mynd).
Stöppudjásn
Frumur langar og fremur mjóar,
með grunnri skoru og snubbóttum
endum og minna dálítið á meitil eða
stöppu. Veggir sléttir eða punktóttir.
Hvor hálffruma inniheldur einn
miðlægan grænubera, með 8-10
langböndum sem eru totóthr næst
frumuveggnum. Tvær tegundir
þekktar hér á landi: T. granulatus og
T. laevis, önnur á blautum mosa.
Xanthidium (4. mynd).
(gr. xanthos = gulur). Broddadjásn
Líkist náladjásni en hálffrumur eru
vanalega með 4-6 köntum og á
hornum þeirra eru einn til tveir
nokkuð langir og útstandandi
broddar, sem geta verið skiphr í
endann. Oft er áberandi brúnleit og
vörtótt upphækkun framan á miðri
hálffrumunni. Þrjár tegundir hér á
landi: X. antilopaeum, X. fasciculatum
og X. octocorne. Sú fyrstnefnda
(antilópudjásn) er algeng í svifi
tjama og smávatna.
B Frumur keðjutengdar
Desmidium (10. mynd).
(gr. desmos = borði). Borðadjásn
Frumur þétttengdar í snúin bönd
eða borða, kantaðar (trapisulaga),
um helmingi breiðari en þær eru
langar og með grunnri eða óveru-
legri skoru og sléttum veggjum.
Utan um keðjuna er hlauplag, sem
þó er ekki áberandi. Okfrjóvgun fer
fram í rörum sem myndast á milli
frumna í keðjunni. Þessi ættkvísl er
nafngjah ættarinnar. Aðeins ein teg-
und er þekkt hér á landi: D. swartzii í
tjörnum og skurðum!6
Hyalotheca (10. mynd).
(gr. hyalos = glær: gr. thecon = hús,
hylki?). Glerdjásn
Líkist undanfarandi ættkvísl en hér
em frumumar vanalega með ógreini-
legri skom (smádæld) eða alls engri
og keðjumar hafa þykkt, glerkennt
hlauplag utan um sig, þar sem greina
má frumuskil. Okfrjóvgun fer oftast
fram í tengirörum, eins og hjá ætt-
kvíslinni á undan. Tvær tegundir
skráðar hér á landi: H. dissiliens og H.
mucosa. Báðar nokkuð fa'ðar í ísúrum
vötnum á Norðvestur-, Norður- og
Austurlandi, og stundum verulegur
þáttur í svifinu.
22