Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 18

Náttúrufræðingurinn - 2006, Síða 18
Náttúrufræðingurinn A B C 2. Venjuleg frumuskipting okþörunga: A Zygnema, B Micrasterias, C Gymno- zyga.1B 3. Okfrjóvgun og okfrumumyndun: E hjá þráðlaga okþörungi, F hjá djásnþörungi ('Closterium).1*’ kjarninn. Djásnþörungar eru því einlitna. Tegundafjöldi djásnþörunga er geysimikill, líklega um 4-5 þúsund, og hver tegund hefur sitt sérstaka form sem oft er tiltölulega auðvelt að greina hana eftir. Tegtmdum með svipað form er raðað saman í ætt- kvíslir, en það þarf ekki endilega að sýna hinn raunverulega skyldleika þeirra, sem meira er hafður til við- miðunar þegar skipt er í ættir. Upphaflega voru allir djásnþör- ungar í einni ætt: Desmidiaceae, en langt er síðan sett var upp önnur ætt: Mesotaeniaceae fyrir hina svonefndu ,saccoderm desmids'. Nýlega var bætt við þriðju ættinni: Peniaceae fyrir nokkrar ættkvíslir þeirrar fyrmefndu. (Þráðlaga okþörungar, mynda ættina Zygnemataceae, en þeir hafa aldrei verið taldir til djásn- þömnga.) Töluverð umskipun hefur átt sér stað í þörungakerfinu á síðustu árum og breytingar á nöfnum kerfiseininga, sem þó eru mismun- andi eftir höfundum sem um þær fjalla og virðast því ekki vera komnar á hreint. Samkvæmt alþjóðlegum nafnareglum eru ok- þörungar nú kenndir við ættkvíslina Zygnema og nefndir Zygnematophyceae. Sumir hafa þá í einum ættbálki, en aðrir í tveimur: Zygne- matales og Desmidiales og teljast djásnþörung- ar til þess síðamefnda. Ættaskipting er enn á reiki. Nýlega hafa ættkvíslimar Raphidonema og Stichococcus, sem áður tilheyrðu Ulotrichaceae (Ulotrichales) verið fluttar í okþörunga- flokkinn og mynda þar nýjan ættbálk og nýja ætt (Klebsormidales/Klebsormidaceae). Þá hafa sumir þörungafræðingar sameinað kransþörunga (Charales) og okþörunga í eina fylkingu sem þeir kalla Charophyceae, en óvíst er hvort það stenst. Ekki er ástæða til að fara nánar út í þessa kerfisfræði í alþýðlegri grein, en til frekari fróðleiks má benda á bækur van Hoek o.fl. 1993 og Reviers 2003.3 Búsvæði og útbreiðsla Djásnþörungar eru algengir í fersku vatni af ýmsum gerðum og líka í blautum gróðri, á blautum klettum o.s.frv. Flestir sækjast eftir næringar- litlu, hreinu og ísúru vatni (pH 5-6) en forðast lútkennd vötn. Þeir eru viðkvæmir fyrir seltu og ekki er vitað til að neinar tegundir þeirra geti lifað í sjó. Þeir eru næmir fyrir mengunarefnum og því er fjöl- breytni þeirra og magn góður mæli- kvarði á hreinleika vatnsins (t.d. sumar Closterium-tegund ir). Sumir djásnþörungar geta þó þrifist við mjög erfiðar aðstæður, jafnvel á jökl- um, þar sem Ancyclonema-tegundir lita yfirborðið stundum fjólublátt, en þær hafa ekki fundist hérlendis. Talsvert af djásnþörrmgum er í svifi sumra vatna á Islandi, en annars eru þeir tíðastir í tjömum og pollum, í mýrum og í mógröfum, þar sem að öðru leyti er ríkulegur gróður, enda sitja þeir oft á háplönt- um, mosum eða öðrum þörungum. Lítið er af þeim í rennandi vatni, enda geta aðeins fáar tegundir fest sig við undirlagið og rekur því niður með straumnum. I mýrapollum eru oft ein eða fáeinar tegundir ríkjandi, svo þær geta jafnvel grænlitað vatnið, en í stærri tjömum eru ávallt fleiri tegundir saman. I næringarríkum vötnum með hátt pH-gildi (yfir 7) er lítið um djásrþörunga. Þar er Mývatn gott dæmi og er djásnþörungafátækt eitt helsta einkenni svifsins í því. Hins vegar eru hinar mörgu tjamir norð- an við vatnið býsna auðugar að djásnþörungum og sömuleiðis Sandvatn ytra og Másvatn.4 í Þing- vallavatni er heldur ekki mikið af djásnþörungum í svifinu, en í Urriðavatni á Héraði og Vatnsfjarð- arvatni á Vestfjörðum eru keðjulaga djásnþörungar stór hluti af því. Lítið er um þá í jökulvatnsblönduðum vötnum, t.d. veit ég ekki til að þeir hafi fundist á lífi í Lagarfljóti. í Skjálftavötnum í Kelduhverfi, sem mynduðust við jarðsig í ársbyrjun 1976, varð djásnþörunga vart þegar á fyrsta sumri.5 Greiningarbækur Elsta grundvallarritið um þennan flokk er bók John Ralfs: British Desmidieae, sem út kom í London 1848, með litmyndum eftir Edward Jenner.6 (Svarthvít endurprentun út- gefin af Verlag J. Cramer í Þýska- landi 1972.) Glæsilegasta mynda- verkið er bók W. West og G. S. West: A monograpli of the British Desmidia- ceae í fimm bindum, útgefin af Royal Society í London 1904-19237 og mun nú vera torgæt. Besta greiningarbókin er rit W. Krieger: Die Desmidaceen í 13. bindi hinnar stóru ,Rabenhorst Krypto- 18

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.