Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 2006, Page 30
Náttúrufræðingurinn þau kljáðust voru teknar svokallað- ar nágrannamælingar í fyrsta hópn- um. Teiknuð voru upp kort á hálf- tíma fresti af staðsetningu hross- anna og metið hversu nálægt hvert öðru þau voru. Alls voru 534 slík kort notuð til útreikninga. (Kort sem teiknuð voru þegar hrossin stóðu í heyinu voru ekki notuð.) Horft var á hestana ýmist úti við eða í skjóli (9. mynd) og með öflug- um sjónaukum ef hrossin voru meira en 50 m í burtu. Ef dvalist var úti var leitast við að trufla ekki hest- ana og urðu þeir fljótt vanir því að höfundar væru í grenndinni. 7. mynd. Hestar á öllum aldri leika sér; sá til hægri er 17 vetra. - Geldings ofall ages play. The one to the right is 17 years old. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. jafnóðum í tölvu og hvaða hross áttu í hlut í hverju tilviki.14 Miðað var við að mæla hegðun hestanna í samræmi við skilgreiningar sem at- ferlisfræðingar er rannsakað hafa hesta hafa komið sér saman um.15 Jákvæðu samskiptin voru fyrst og fremst gagnkvæm snyrting (að kljást) og leikur, en einnig kynferð- isleg samskipti eins og að riðlast á öðrum. Þau neikvæðu voru ógnanir í formi hótana um að bíta eða sparka og leggja kollhúfur, árásir sem enduðu með biti, bit, spörk og afskiptasemi (íhlutun í samskipti annarra). Viðbrögð þeirra sem árás- argirnin beindist að (víkja sér und- an, flýja, engin viðbrögð) voru einnig skráð til að fá betri upplýs- ingar um sambandið á milli hest- anna. Upplýsingarnar sem fengust gefa góða mynd af tíðni áberandi sam- skipta (leikur, gagnkvæm snyrting, riðlanir, afskiptasemi, bardagar) og eru áreiðanlegri en tíðni hegðunar sem er ekki eins áberandi (heilsast, leggja kollhúfur, hóta að bíta). Gögnin um ógnanir, árásir og við- brögð við þeim voru fyrst og fremst notuð til að meta virðingarröðina í hópnum. Til að meta hvort góð fylgni væri milli þess hve mikið hross héldu saman í haganum og hversu mikið 8. mynd. Hestar sýna vinarhug m.a. með því að vera mjög nálægt hvor öðrum. - The hor- ses stand close to their preferred partners. Ljósm./photo: David Noakes. 9. mynd. Notast var við svokallaðan dómarakofa írannsókninni. - The horses were zvatched from this shed. Ljósm./photo: Hrefna Sigurjónsdóttir. 30

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.