Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 20

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 20
Náttúrufræðingurinn 5. mynd. Djásnþörungar II: 1 Cosmarium bioculatum, 2 C. granatum, 3 C. pyramidatum, 4 C. venustum, 5 C. meneghinii, 6 C. laeve, 7 C. cucurbita, 8 C. palangula, 9 C. ornatum, 10 C. reniforme, 11 C. brebissonii, 12 C. praemorsum. (1, 4 og 7 eru ófundnir á íslandi).9 þörungaflokks á íslandi myndi því líklega leiða til niðurfellingar teg- unda, en vafalaust myndi tegundum fjölga margfalt meira. Hér er því gott tækifæri til að finna nýjar plöntu- tegundir fyrir landið. Þessar 160 tegundir skiptast í þrjár ættir og um 20 ættkvíslir sem nú verður nánar getið. Islensku ættkvíslanöfnin ber að skoða sem tillögur. Desmidiaceae Djásnþörungaætt I þessari ætt eru hinir dæmigerðu djásnþörungar, sem fyrr var lýst. Þeir skiptast í tvo hópa, eftir því hvort frumurnar eru stakar eða mynda keðjur. A Frumur stakar Arthrodesmus (4. mynd). (gr. arthros = tenging, liður; gr. desmos = band, borði). Náladjásn Litlar frumur, nokkurn veginn jafnar á lengd og breidd, með sléttum vegg. Hálffrumur oftast þrí- hyrndar á framhlið og hafa tvo langa, nállaga brodda sinn hvoru megin, sem oftast standa þvert út frá þeim, oft umluktar slími og lifa gjaman í blautum mosa á ströndum tjama. Þrjár tegundir þekktar hér: A. convergens, A. incus og A subulatus. (í nýjum þörungaflórum hafa nokkrar tegundir af Arthrodesmus verið sam- einaðar sléttveggja tegundum af Staurastrum í nýja ættkvísl sem kallast Staurodesmus. Sjá Staur- astrum.) Cosmarium (5. mynd). (gr. kosmos = skraut, regla eða alheimur). Nýradjásn Frumuhelmingar oft nýralaga, en stundum sporöskjulaga eða kant- aðir, sléttir eða vörtóttir, hvorki með djúpum skerðingum né göddum. Séð frá hlið eru hálffrumur oftast kringlóttar, en sporöskjulaga séð í endann. Annars er mikill breytileiki í formum. Þetta er gríðarstór ætt- kvísl; meira en 1000 tegundum hefur verið lýst og margar þeirra er ekki auðvelt að nafngreina. Þær er næstum hvarvetna að finna þar sem er sæmilega rakt og einhver gróður. Hér á landi eru skráðar 57 tegundir og þrjú afbrigði. Algengar tegundir eru t.d. C. botrytis, C. granatum og C. punctulatum. Sú fyrstnefnda er oft höfð í rækhm til skoðunar í skólum. Nokkrar Cosmarium-tegundir sem lifa á jarðvegi hafa nýlega verið settar í sérstaka ættkvísl, Actinotaenium, og eru tvær þeirra skráðar hér á landi.19 Euastrum (6. og 7. mynd). (gr. áhersluforsk. eu- og gr. astron = stjama). Barðdjásn Lengd frumunnar í heild venjulega um helmingi meiri en breiddin, skoran djúp og þröng. Hálffrumur oftast kantaðar að framan séð, alltaf með skarði í toppinn og oft með nokkrum útskotum á hliðum, jafn- 20

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.