Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Kreisting og hrognataka á Selvogsbanka. Ljósm. Guðrún Marteinsdóttir. til lifrar. Fyrsta vísbending um að þetta ferli sé hafið er að himnur eggfrumnanna byrja að brotna í sundur og að lokum leysist öll egg- fruman upp og hverfur. Þetta ferli kallast „atresía" eða uppsog. Rann- sóknir í Barentshafi hafa leitt í ljós að atresía getur verið mjög mikil hjá þorski sem býr við léleg fæðuskil- yrði.4 Hjá þorski við ísland hefur ennfremur verið sýnt fram á að atresía er tengd ástandi fisksins, þ.e. bæði holdastuðli (K) og ástandi lifr- ar (H) (6. mynd).5 Þannig fannst lítil eða engin atresía hjá hrygnum sem voru í þokkalegu ástandi (k > 1,1). Ekkert samband var hinsvegar á milli stærðar fisks og atresíu. Stærð og gæði hrogna og KVIÐPOKASEIÐA Stærð frjóvgaðra þorskhrogna er á bilinu 1,1-1,6 mm. Stærð hrogna fer minnkandi þegar líður á hrygning- artímann. Þannig myndar hver hrygna stærstu hrognin á fyrri hluta tímabilsins en fljótlega eftir að hún hefur losað tæplega helming hrogn- anna þá fer stærð þeirra ört minnk- andi (7. mynd). Mikilvægt er að taka tillit til þessa þegar skoða á sambandið á milli stærðar, aldurs eða ástands hrygna og stærðar þeirra hrogna sem frá þeim koma. o CO (%) o !26' ÍS 22' o o ® 18' 0 c 0 o * 14' aio- °°o oe o • Ekki atresia 1 6' o o ° O atresia f 2‘ O O) ° x . -2 1 ■ ■ ■ 1 I 1 1 0.6 0.7 0.8 0.9 1.0 1.1 1.2 1.3 1.4 1.5 301 g2ö- •5 20- 15' ? 10' ® 5- o-- 0 8 10 12 14 16 K Lifrarstuöull (%) 6. mynd. Á myndinni til vinstri má sjá sambandið á milli atresíu og ástands þorsks hjá öllum hrygnum, þ.e. hrygnum safnað bæðifyrir og eftir að hrygning hófst árið 1998. Á myndinni til hægri sést sambandið á milli hlutfalls hrogna sem báru einkenni atresíu og lifrarstuðuls hjá hrygnum fyrir hrygningu (r2 = 0,52, p<0,01) sama ár.5 7. mynd. Meðalstærð hrogna hjá hrygnum á mismunandi hrygningarstigi (1. stig: < 30% hrygnt, 2. stig: 30-50% hrygnt, 3. stig: 50-80% hrygnt og 4. stig: > 80% hrygnt). 8. mynd. Sambandið á milli lengdar hrygna og þvermáls hrogna hjá hrygnum á 2. og 3. hrygningarstigi (sjá skýringar við 7. mynd) á Selvogsbanka árin 1994 (r2 = 0,31, p < 0,001) og 1996 (r2 = 0,23, p < 0.001).2 Með því að bera saman hrygnur sem eru á svipuðu hrygningarstigi má sjá að stærri hrygnur mynda al- mennt stærri egg (7., 8. og 9. mynd). I flestum tilfellum getur þó reynst erfitt að sýna fram á þetta samband þar sem erfitt er að flokka hrygn- urnar eftir hrygningarstigum og oft er viss skekkja tengd flokkuninni”. I sumum tilfellum sést þetta sam- band þó mjög greinilega, þ.e. þegar sýni eru tekin úr hrygnum sem eru að hefja hrygningu og eru því allar á sama hrygningarstigi. Þannig má sjá glöggt samband á milli hrygnu- stærðar og þvermáls hrogna hjá hrygnum sem gengu til hrygningar í Gunnólfsvík síðla vors árið 1992 (9. mynd). 5

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.