Náttúrufræðingurinn - 2006, Side 11
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Arni Hjartarson
Flóðbylgjur (TSUNAMI)
AF VÖLDUM BERGHLAUPA
OG SKRIÐNA
Eru bær aleenear við ísland?
Jarðskjálftinn mikli við Súmötru á jóladag 2004 og flóðbylgjan mannskæða
á Indlandshafi sem hann olli hefur komið af stað vangaveltum um hvort
hliðstæðar náttúruhamfarir geti orðið við norðanvert Atlantshaf. Jarð-
fræðafélag íslands stóð fyrir stuttri ráðstefnu í Öskju í janúar 2005 þar sem
þessi mál voru reifuð.1 Þar kviknaði hugmyndin að þessari grein. Hún fjall-
ar um berghlaup eða skriður sem fallið hafa í sjó og vötn hérlendis og vald-
ið flóðbylgjum en slíkar bylgjur voru nefndar á fyrrgreindri ráðstefnu. Þær
voru einnig nefndar í umræðum sem komu upp í sambandi við grjóthrun
og hugsanlega stórskriðu í Óshlíð milli ísafjarðar og Bolungarvíkur.2
Spurningin sem leitað er svara við er hvort flóðbylgjur af þessu tagi séu
algengar við ísland. Flóðbylgjur af völdum jarðskjálfta, skriðufalla neðan-
sjávar eða loftsteinaárekstra verða ekki til umfjöllunar hér.
Tsunami, hafnarbylgja,
FLÓÐBYLGJA
I umræðunni sem varð í kjölfar
hamfaranna í Indlandshafi urðu all-
fjörug skoðanaskipti meðal jarð-
fræðinga og náttúrufræðiáhuga-
manna, bæði á póstlista JFÍ og í
kaffistofum víða um land, um ís-
lenskt orð fyrir flóðbylgjur af þessu
tagi. Alþjóðaorðið er tsunami en
það er komið úr japönsku. Bein
þýðing þess er hafnarbylgja. Fáir
þekkja hafnarbylgjur betur en Jap-
anir. Hin sögulega skýring á orðinu
er sögð sú að þótt allt virtist með
kyrrum kjörum á láði og legi brast
stundum á ofsalegur sjógangur við
ströndina og brimrót í höfnum sem
skildi allt eftir á tjá og tundri, brot-
na báta og sjóhús í rústum. Menn
töldu því að tsunami væri fyrirbæri
sem með einhverjum hætti væri
bundið við hafnir. Þorleifur Einars-
son þýddi orðið3 og notar það í
kennslubókum sínum. Hafnar-
bylgja er ágætt orð um þetta nátt-
úrufyrirbæri með sinn japanska og
sögulega bakgrunn og engin ástæða
til að amast við því. I fræðilegri um-
ræðu geta menn líka sem best notað
orðið tsunami þótt það beygist
stirðlega. Orðið flóðbylgja dugir
líka ágætlega til að lýsa þessu fyrir-
brigði á almennan hátt og það verð-
ur notað hér í greininni. I orðalista
yfir heiti og hugtök í vatnafræði og
skyldum greinum, sem ég held úti á
netinu, segir um orðið:
TSUNAMI - hafnarbylgja, flóðbylgja.
Orkurík bylgja sem borist getur langar leið-
ir um höf eða vötn og valdið tjóni fjarri upp-
runastað sínum. Slík flóðbylgja getur risið
af völdum jarðskjálfta, eldsumbrota, skrið-
ufalla, snjóflóða og á fleiri vegu (skjálfta-
flóðbylgja, eldgosaflóðbylgja, skriðuflóð-
bylgja, snjóflóðaflóðbylgja).
(www.isor.is/~ah/ord)
Skriðuflóðbylgjur
Víða um heim hafa flóðbylgjur af
völdum berghlaupa eða skriðna
sem fallið hafa í sjó eða vötn valdið
tjóni á lífi manna og eignum. Þekkt-
ustu dæmin um þetta frá nágranna-
löndum okkar eru úr þröngum
fjörðum Noregs. í bókum Ólafs
Jónssonar um skriðuföll og snjóflóð
eru lýsingar á mannskæðum flóð-
Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 11—15, 2006
11