Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 6
1. mynd. Hólmfríður Sigþórsdóttir við greni ásamt mórauðum stegg. - Hólmfríður
Sigþórsdóttir at a den together with a male arctic fox of the hlue colour morph. Ljósm./
Photo: Páll Hersteinsson.
Meginmarkmið þeirrar rannsóknar sem hér
er greint frá var að áætla fjölda grenja í ábúð
um þessar mundir, þegar þess má vænta að
refastofninn þar hafi náð jafnvægi eftir 5 ára
friðun. Jafnframt var fyrirhugað að bera
stærð refastofnsins saman við líklega stærð
hans á þeim tíma sem grenjavinnsla fór þar
fram. Einnig var ætlunin að athuga fæðuval
refa að sumarlagi í friðlandinu.
■ AÐFERÐIR
Vettvangsferdir
Öll þekkt greni í friðlandinu nema tvö voru
heimsótt í þrem vettvangsferðum í júní og
júlí 1999. A nokkur þeirra var farið tvisvar,
helst þau sem enn voru undir snjó í júní.
Staðsetning grenjanna var í flestum tilvikum
þekkt vegna fyrri heimsókna (1992, 1993 og
1998) þegar GPS-mælingar fóru fram. Þegar
komið var á greni var metið hvort traðk,
útgröftur, fæðuleifar, lykt úr grenismunnum
eða viðvera yrðlinga benti til þess að það
væri í ábúð. Væri grenið í ábúð en fullorðin
dýr ekki heima við, var reynt að kalla
yrðlingana út til þess að telja þá og merkja.
Síðan var beðið eftir því að fullorðnu dýrin
létu sjá sig (1. mynd). Ekki var beðið lengur
við greni en í fjórar klukkustundir. Skráð var
kyn og litur allra fullorðinna dýra, er sáust,
sem og fjöldi og litur yrðlinga.
Fæðuleifar við hvert greni voru greindar
til tegunda og skráðar en saur safnað til
fæðugreiningar síðar.
Veiðiskýrslur
Farið var yfir veiðiskýrslur þeirra þriggja
skyttna sem hafa séð um veiðar í friðlandi
Hornstranda undanfama áratugi (1958-
1994) en þær eru í vörslu Veiðistjóra-
embættisins. Svæðinu var skipt þannig að
einn maður sá um veiðar í Sléttuhreppi hinum
foma en tveir í þeim hluta þess sem tilheyrði
Grunnavíkurhreppi hinum forna, annar
Strandamegin en hinn Jökulfjarðamegin.
132