Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 12

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 12
1999 fundum við tvö dýr sem höfðu hrapað til bana í klettum veturinn áður, annað á Straumnesi, hitt í Hornvík. Refir ferðast tölu vert um í klettum eftir bráð. Þeir klifra vel, auk þess sem þeir geta ferðast eftir örmjóum syllum. Sagnir eru til um leifar allt að sex refa á sama stað undir Látrabjargi að vorlagi þar sem dýrin virðast hafa runnið til á svelli og hrapað (Kristinn Guðmundsson, pers. uppl.). Því er líklegt að nokkuð sé um að refir hrapi fyrir björg að vetrarlagi. Á rannsóknarsvæði okkar í Hlöðuvík og Kjaransvík drapst einn af tíu yrðlingum í september 1998 af óþekktum ástæðum (Páll Hersteinsson 1999). Annar yrðlingur fékk svöðusár á læri af óþekktum ástæðum í ágúst 1998, haltraði um á þrem fótum um skeið og hætti að stækka. Við bárum sótt- hreinsandi krem á sárið, það greri og dýrið var enn á lífi í júlí 1999. Móðir þessa dýrs meiddist á auga af óþekktum ástæðum, stokkbólgnaði og gat ekki opnað augað í vikutíma. Hún náði sér að fullu. Af þessu má ljóst vera að slys og óhöpp og hugsanlega bardagar milli refa geta valdið meiðslum og bæklun sem væntanlega dregur dýrin til dauða í sumum tilvikum. Líklegast er að hlaupadýr, sem ekki eiga sér fastan sama- stað, séu í mestri hættu. Vanhöld meðal dýra á fyrsta vetri á Homströndum eru óþekkt. Erlendis, þar sem þetta hefur verið rannsakað, eru vanhöld refa á fyrsta vetri oftast mjög mikil og breytileg milli ára, enda er fæðuframboð afar breytilegt á svæðum þar sem læmingjar eru uppistaðan í fæðunni. Á Svalbarða, þar sem aðstæður eru að nokkru leyti svipaðar því sem gerist á Hornströndum og refaveiðar skipta ekki miklu máli fyrir stofnstærð, eru vanhöld dýra á fyrsta vetri 51% (Prestrud 1992). Við gerum ráð fyrir að vanhöld refa á fyrsta vetri á Hornströndum séu lægri en á Svalbarða vegna þess að sum dýrin rata út fyrir friðlandið og inn á svæði þar sem refaveiðar koma að einhverju leyti í stað náttúrlegra vanhalda, auk þess sem veiðam- ar verða væntanlega til þess að refir eru þar færri en fæðuframboð leyfir. Um neðri mörkin er erfiðara að segja, en til þess að hafa vaðið fyrir neðan okkur setjum við þau við 10% þótt líklega sé það töluvert vanmat. Samkvæmt þessu gerum við ráð fyrir 10- 50% vanhöldum af náttúrulegum ástæðum á fyrsta vetri. Það táknar að í lok vetrar, miðað við núverandi fjölda grenja í ábúð, séu 86- 173 yrðlinganna enn á lífi að frátöldum þeim sem hafa verið skotnir utan friðlandsins um veturinn (sjá síðar). Dánartíðni grendýra er væntanlega lág þegar engar eða litlar refaveiðar eru á svæðinu. Fyrst eftir að friðun komst á, árið 1994, hefur meðalaldur grendýra verið lágur í friðlandinu en hann er að meðaltali 2,1 ár á landinu öllu (Páll Hersteinsson, óbirt gögn). Vegna lágrar dánartíðni grendýra næstu ár eftir friðun má vænta þess að meðalaldur þeirra hafi hækkað smám saman uns aukið hlutfall grendýra tók að heltast úr lestinni vegna elli, en elli tekur að gera vart við sig við 7-8 ára aldur (Páll Hersteinsson 1993). Þar sem telja má líklegt að öll óðul hafi verið setin nokkur undanfarin ár, er nokkuð ljóst að meðalaldur dýra, sem eru að tímgast í fyrsta sinn, sé fremur hár vegna þess að eldri gelddýr eru í betri samkeppnisaðstöðu en dýr á fyrsta vetri. Því má vænta þess að þau dýr sem á annað borð ná að setjast að á óðali með maka eigi að jalhaði ekki meira en 4— 5 ára tímgunarskeið fyrir höndum. Það táknar að árlega losni 20-25% óðala sem gelddýr geta yfirtekið. Samkvæmt þessu geta 17-24 árs- gömul dýr (eða eldri gelddýr) bæst í hóp grendýra á Homströndum árlega í stað þeirra sem drepast eða hrökklast af óðali sökum elli. Flutningur refa út úr friðlandinu Að teknu tilliti til þeirra yrðlinga sem drepast á fyrsta vetri og þeirra sem setjast að á óðali (eða taka upp rými eldri gelddýra sem setjast að á óðali) er enn eftir að gera grein fyrir afdrifum 62-156 yrðlinga. Þessi dýr hljóta að yfirgefa friðlandið, eða réttara sagt: Þetta hlýtur að vera nettóijöldi dýra sem yfirgefur ffiðlandið. Höfum við einhver frekari gögn til þess að styðja þessar tölur? Þau eru afar lítil enn sem komið er en þó er rétt að tjalda því sem til er. Af þeim yrðlingum sem voru eymamerktir á Vestfjarðakjálka á árunum 1980-1982 og endurheimtust síðar, voru 55% (N=20) á aldrinum 4-16 mánaða þegar þeir veiddust 138
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.