Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 18
Leið svo fram til 4. ágúst árið eftir. Þá var
ég stödd á Hallormsstað í hópi norrænna
sveppafræðinga, sem hér voru að skoða
sveppi, og var sjálf að safna sveppum á
gömlum gulvíði, sem nokkuð var farinn að
láta á sjá, við læk einn rétt neðan við þjóð-
veginn. Þar fann ég fallega gula hattsveppi á
stubbi sem eftir varð þegar einn stofninn af
trénu hafði fallið. Þar sem ég var að
klöngrast út úr skóginum og upp á veginn
hitti ég Helga Hallgrímsson í hópi nokkurra
sveppafræðinga. Ég spurði hann hvort
hann þekkti tegundina. Hann kvaðst gera
það og sagði þetta vera Flammulina velu-
tipes, svepp sem hann vissi ekki til að hefði
fundist hérlendis fyrr (1. mynd).
Nokkru seinna fór ég að lesa um tegund-
ina og komst þá að því að sveppurinn vex
oft á vetuma í löndum Norður-Evrópu og
hefur reyndar verið nefndur veturfönungur
á íslensku (Helgi Hallgrímsson 1998). Það
varð til þess að ég dró fram og skoðaði
sveppinn á gljávíðistubbunum og kom þá í
ljós að það var einnig F. velutipes og um
leið fyrsti fundur tegundarinnar hérlendis.
Sveppinn fann ég síðan hið þriðja sinn á
stubbi brotins stofns gamals gulvíðitrés í
skógræktarreitnum á Grund í Eyjafirði, 21.
september 1995, og síðast svo ég viti fannst
hann á Egilsstöðum í nóvemberlok 1997 á
barkskorinni alaskaösp (Helgi Hallgrímsson
1998).
Ég vil þakka Vísindasjóði RANNÍS fyrir
styrk til rannsókna á íslenskum víði-
sveppum.
Heimild
Helgi Hallgrímsson 1998. Viðarsveppir. Yfirlit
um kólfsveppi á viði á íslandi. Ársrit Skóg-
ræktarfélags íslands 1998. 107-134.
PÓSTFANG HÖFUNDAR
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
Náttúrufræðistofnun Islands
Pósthólf 180
602 Akureyri
gge@ni.is
144