Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 19
ÓLÖF E. LEIFSDÓTTIR OG
LEIFUR A. SÍMONARSON
Snigilsvampur
OG ÖNNUR SÆDÝR í
Rauðamel
■ JARÐSAGA REYKJANES-
SKAGA - YFIRLIT
Reykjanesskagi er mjög mótaður af eld-
virkni, en eftir skaganum endilöngum liggur
50-60 km langt gosbelti sem stefnir um það
bil 75° NA. Á gosbeltinu eru fimm skástígar
sprungureinar með stefnu 30-40° NA og þar
er eldvirkni og upphleðsla hvað mest á
nesinu, einkum um miðbik sprungureinanna
(Kristján Sæmundsson og Ingvar B.
Friðleifsson 1980). Gosbeltið á Reykjanesi er
í beinu framhaldi af Reykjaneshrygg, en
Reykjanes-Langjökulsrekbeltið stóðst ekki
á við hrygginn, sem hliðrast austur eftir
skaganum (Haukur Jóhannesson 1980).
Jarðmyndunum á Reykjanesskaga má
skipta í fjóra flokka eftir gerð og aldri:
1) Elstu jarðmyndanir á yfirborði skagans
eru grágrýtishraun mynduð á hlýskeiðum
Ólöf E. Leifsdóttir (f. 1969) lauk BS-prófi í
jarðfræði frá Háskóla íslands 1994 og MS-prófi
frá sama skóla 1999. BS-ritgerð hennar fjallaði um
nákuðungslög á Stokkseyri, en MS-ritgerðin fjallar
um sjávarset og fánur frá miðbiki ísaldar á norðan-
verðu Snæfellsnesi.
Leifur A. Símonarson (f. 1941) lauk magistersprófi í
jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla 1971 og
licentiat-prófi frá sama skóla 1978. Hann er prófess-
or í steingervingafræði við Háskóla íslands og hefur
einkum fengist við rannsóknir á tertíerflóru íslands
og sælindýrafánum frá síðari hluta tertíers, ísöld og
nútíma á íslandi og Grænlandi.
ísaldar eða íslausum svæðum á jökul-
skeiðum, en þau eru öll rétt segulmögnuð og
því yngri en 780 þúsund ára (Kristján
Sæmundsson og Sigmundur Einarsson
1980). Elsta bergið á skaganum er raunar
mun yngra, en það er talið um 500 þúsund
ára gamalt í nágrenni Reykjavíkur (Haukur
Jóhannesson 1998). Grágrýtið er að mestu
leyti myndað við dyngjugos og er einkum á
þremur svæðum, þ.e. á Rosmhvalanesi og
Vogaheiði, Krísuvíkurheiði og svæðinu milli
Lönguhlíðar og Undirhlíða. Nýlega hafa
fundist setlög með sædýraleifum á tölu-
verðu dýpi í borholum á jarðhitasvæðinu á
vestanverðu Reykjanesi, sem sýnir að
setlög frá hlýskeiðum eða hlýindaköflum á
jökulskeiðum eru neðar í staflanuni á milli
grágrýtislaga (Bjarni Richter, munnlegar
uppl. 1999).
2) Móberg myndað á jökulskeiðum ís-
aldar myndar nærri allt hálendi skagans og
er eins og grágrýtið yngra en 780 þúsund
ára. Mest er af því í Sveifluhálsi og sunnan
Kleifarvatns, í Núpshlíðarhálsi, sunnarlega í
Brennisteinsfjöllum og Lönguhlíð, Blá-
fjöllum og Fagradalsfjalli, en einnig standa
stöku móbergsfell upp úr yngri hraunum
vestar á nesinu, t.d. Þorbjamarfell, Þórðar-
fell og Stapafell. Móbergið er að mestu
myndað við gos undir jökli á jökulskeiðum,
en móbergsfellin vestast og syðst gætu þó
verið mynduð við gos í sjó. Móbergs-
Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 145-153, 2000.
145