Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 20
1. mynd. Kort af Reykjanesskaga sem sýnir staðsetningu Rauðamels. - Map of the
Reykjanes Peninsula, southwest Iceland, showing the location of Rauðamelur.
myndanimar virðast yngri eftir því sem
vestar dregur á nesinu (Jón Jónsson 1984).
3) Hraun frá lokum síðasta jökulskeiðs og
nútíma þekja mestan hluta skagans. Þeim
hefur verið skipt í þrjá flokka eftir gerð og
aldri. Elstar eru frekar litlar dyngjur úr
pikrítbasalti, en þær eru taldar 11.000-13.000
ára, þá eru stórar ólivínbasalt-dyngjur,
taldar 8.000-10.000 ára, og yngst eru
sprunguhraun yngri en 8.000 ára, en þau eru
flest af þóleiítgerð (Jón Jónsson 1978,
Sveinn Jakobsson o.fl. 1978). Dyngjuhraun-
in eru ávallt helluhraun en sprunguhraunin
oftast apalhraun.
4) Setlög frá lokum síðasta jökulskeiðs og
nútíma þekja aðeins lítinn hluta af yfirborði
Reykjanesskaga. Þau eru aðallega af
þrenns konar uppruna. I fyrsta lagi gjall
og gosaska myndað við eldgos, aðallega á
nútíma; þá strandmyndanir tengdar hærri
sjávarstöðu í ísaldarlok og lágri stöðu
landsins sökum jökulfargs á síðasta
jökulskeiði; loks eru hér og þar laus
jarðlög, foksandur, fjörusandur, veðrun-
arset, aurkeilur og skriður, myndað við
veðrun og rof í lok síðasta jökulskeiðs og
á nútíma.
í þessari grein verður fjallað um leifar
hrygglausra dýra í sjávarseti frá lokum
síðastajökulskeiðs í Rauðamel (1. mynd), en
jarðmyndanir þar tilheyra síðasta flokknum
hér að framan.
146