Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 25
6. mynd. Stœkkuð mynd af lengstu stoðnálinni á 5.
mynd. Hnúðurinn á endanum sést vel og smákornótt
yfirborðið. - The largest spicule in fig. 5. The broad
end is knobbed and the surface is fine-granular. xlOO.
Ljósm./photo: Jeppe Fuglsang 1988
vestri frá Stapafelli. Þegar litið væri
á hæð melsins yfir umhverfið,
lögun myndunarinnar og hrein-
leika efnisins væri melurinn líkleg-
ast fom sjávargrandi sem myndast
hefði við hærri sjávarstöðu en nú
er. Hann taldi hæð melsins falla
allvel að hæð fjömmarka á Miðnesi
og efstu fjömmarka í Reykjavík í 43
m hæð yfir sjó og að sjór hefði
umlukið Stapafell í lok síðasta
jökulskeiðs og rofefni úr því, og ef
til vill einnig úr Súlum og Sandfelli,
hefðu borist norður á bóginn með
straumum og ölduróti, einkum í
sterkum sunnanáttum. Trausti
benti á að nútímahraun hafa runnið
upp að melnum og sums staðar yfir
hann og hann furðaði sig á því að
myndunin skyldi ekki hafa kaffærst
í hraunum miðað við allan þann
fjölda hrauna sem runnið hefur á
nútíma á skaganum. Því dró hann
þá ályktun að setmyndunin hlyti
að vera mun víðáttumeiri en sést á
yfirborði nú og einnig að svipuð
myndun væri undir nútímahraun-
um við Þórðarfell.
Jón Jónsson (1967) var sammála
Trausta um að efnið í Rauðamel sé
ólivínríkt og líklega að langmestu leyti
komið úr Stapafelli, en benti þó á að við
smásjárskoðun á sandi hafi fundist talsvert
af bergmolum sem innihalda spínil, en þeir
hafa ekki fundist í Stapafelli. Hann taldi
þetta benda til annars uppruna en eingöngu
úr Stapafelli og varð einnig litið til Sandfells
sem liklegs upprunastaðar setsins. Jón áleit
einnig að Rauðamelur væri malar- og sand-
grandi myndaður í lok síðasta jökulskeiðs
og taldi sjávarstöðu þá hafa verið um 70 m
hærri en nú (Jón Jónsson 1984).
Freysteinn Sigurðsson og Sigurður G.
Tómasson (1977) töldu setlögin í Rauðamel
20-30 metra þykk og gerð úr skálaga sandi
og möl. Efnið í setlagasyrpunum í neðri
hluta melsins álitu þeir komið úr Stapafelli,
en ofan á því fundu þeir jökulberg og jökul-
sorfið hraun og efst grófari malarlög með
hnullungalagi úr pikríti sem líklega hefur
verið úr Lágafelli sunnan Þórðarfells.
Gunnar Birgisson (1983) gat um tvö
jökulbergslög sem hann nefnir hið eldra og
hið yngra. Eldra lagið fann hann á fjórurn
stöðum í sunnan- og norðaustanverðum
melnum og það yngra í miðjum melnum, en
þó aðallega í honum norðaustanverðum.
Gunnar greindi á milli þessara tveggja jökul-
bergslaga á þann veg að grunnur yngra
lagsins væri brúnleitur og gerður úr nokkuð
grófkorna móbergsgleri en grunnur eldra
lagsins gráleitur, siltríkur og mun fínkorn-
óttari. Hann gat þess líka að molar úr eldra
jökulberginu væru hér og þar í því yngra.
Jafnframt benti hann á að ef allt efnið í
Rauðamel væri komið úr Stapafelli þá hefði
fellið þurft að vera tvisvar sinnum stærra en
það er nú til þess að geta gefið af sér þetta
efnismagn. Gunnar taldi einnig að hér væri
um granda að ræða.
151