Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 28
Fréttir LOF LAUSLÆTISINS Það hefur verið hefðbundin skoðun að kvenkynið hafi síður en karlkynið hag af lausung í kynlífi; að þar sem karlar ýmissa tegunda séu aflögufærir af sæði til margra maka, henti þeim vel að sá því sem víðast, en kerlum þeirra, sem leggja mun meiri vinnu í hvert egg, sé hollast að vanda valið á maka. Eins og mörg önnur vígi karlrembunnar, riðar þetta nú til falls. Líffræðingar við háskólana í Nevada og Houston hafa sýnt fram á að hjá einum af ættbálkum áttfætlna (en af þeim þekkjum við best kóngulærnar), smádrekunum eða mosasporðdrekunum, Pseudoscorpiones, skili lauslæti mæðranna sér í auknum fjölda afkvæma. (Heitið smádreki bendir til smæðar dýranna, en þau eru aðeins nokkrir millímetrar að lengd. Hitt íslenska heitið er dregið af því að dýrin Iifa í mosa, og raunar einnig í jarðvegi og undir berki eða steinum. Smádreka er að finna í öllum hlutum heims, og um 2000 tegundum hefur verið lýst.) Karlinn afhendir kerlunni sæði í poka, sáðbera, sem hún ýmist hafnar eða þiggur. Hún þarf samt ekki að taka til sín allt sæðið, en virðist ráða því hve mikið af því hún fær. Við það bætist að hún getur geymt sæðið ævilangt og þarf því ekki að makast nema einu sinni. Samt virðist slík hófsemd í kynlífi vera fátíð meðal smádreka. í tilraun var nokkrum hundruðum kvensmádreka skipt í tvo hópa, og dýrin í öðrum hópnum voru látin makast við sama karlinn tvisvar, en í hinum hópnum mökuðust kerlumar við annan karl í seinna skiptið. Ekki greindist munur á magni þess sæðis sem kvendýrin í hópunum tveimur tóku við. I ljós kom að kerlurnar sem kynnst höfðu tveimur körlum nýttu sæðið betur. Þær eignuðust 32 prósentum fleiri afkvæmi en hinar. Skýringin er að hjá þeim fyrrgreindu var mun minna um fósturlát, sem verður þegar ónæmiskerfi móður hafnar fóstri vegna ósamrýmanlegra erfða foreldra. Ekki er ljóst hversu víða í dýraríkinu þessi skýring á við. Jeanne Zeh, oddviti þeirra rannsókna, sem hér hefur verið greint frá og voru nýverið birtar í Proceedings of the Na- tional Academy ofSciences, telur að hún skýri fjöllyndi kvenþjóðarinnar hjá engisprettum og skyldum skorkvikindum, og hjá gráspörvum. Engin afstaða er tekin til þess, hvort hún á við um kokkálun meðal manna og annarra spendýra. Polyandri. In praise of infidelity. The Economist 4.9.1999. TALANDI MYNDIR Þótt sagt sé að ein mynd segi meira en þúsund orð, hafa áhorfendur til þessa orðið að túlka orðin. Nú hyggst Kodak breyta þessu og hefur skrásett einkaleyfi á aðferð til að láta ljósmyndimar tala. Ný, stafræn myndavél nemur hljóð í um 10 sekúndur eftir að mynd er tekin. Þegar myndin er framkölluð í tölvuprentara birtist hljóðrásin sem rákamerki við neðri brún hennar. Þar til gert tæki les merkið með innrauðum geisla og tjáir það í tali og tónum. Patents: Talking pictures. New Scientist9.10.1999. Örnólfur Thorlacius tók saman. 154
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.