Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 29

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 29
Dýjaskóf eða STJÖRNUMOSI Marchantia polymorpha HELGI HALLGRÍMSSON Sumar lífverur eru snillingar í þeirri list að villa á sér heimildir, að látast vera annað en þær eru. í þeim flokki er dýjaskófin. Hún er nefnilega mosi, enda þótt hún líkist engu frekar en venjulegri skóf. Skófir eða fléttur (Lichenes) eru sambýlisverur sveppa og þörunga og alls óskyldar mosum. Heitið dýjaskóf er gamalt í málinu, en Bergþór Jóhannsson mosafrœð- ingur hefur að vonum ekki viljað sætta sig við að kenna þennan mosa við skófir og leggur því til að jurtin verði kölluð stjörnumosi, af ástæðum er síðar verða greindar. ■ NÁNARI LÝSING Dýjaskófin er þunnvaxin, oftast samsett úr mörgum borðalaga eða tungulaga flipum (bleðlum) sem kvíslast aftur og aftur og vaxa til ýmissa átta, oft hlið við hlið eða jafnvel hver yfir annan að hluta til, og mynda þéttar Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins á Akureyri í aldarfjórðung og ritstjóri Týlis - tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd - í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslenskum sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er búsettur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. hvirfingar eða óreglulegar breiður. Flipamir eru vanalega 0,5-1 sm á breidd og 5-10 sm á lengd en geta orðið allt að 20 sm langir og 2 sm breiðir. Endar bleðlanna sveigjast vanalega dálítið upp, svo og bylgjóttir jaðrarnir, en brúnir þeirra eru samt jafnan niðurbeygðar. Jurtin er oftast fagurgræn, leðurkennd og nokkuð glansandi á efra borði, með rauð- brúnum dröfnum, sem þéttast þegar aftar dregur á þalið og mynda óglöggt miðrif á sumum tegundum. Á enda flipanna eru vanalega nokkrar grunnar skerðingar, sem enda í brúnum dfl. Neðra borðið er ljósbrúnt, með örþunnum, skæniskenndum flögum, svonefndum kviðflögum, sem eru í nokkuð greinilegum þremur röðum og öðruvísi lagaðar í hliðarröðum en miðröðinni. Þar er auk þess talsvert af glærum rótþráðum (rætlingum), sem gegna því hlutverki að festa plöntuna við undirlagið og jafnvel að sjúga upp vatn. ■ SMÁVEGIS UM SOPPMOSA Dýjaskóf tilheyrir fylkingu mosa (Bryo- phyta), nánar tiltekið flokknum Hepaticae, sem Bergþór Jóhannsson kallar soppmosa í nýjustu ritum sínum en hafa áður verið nefndir lifurmosar (lifrarmosar) og hálf- mosar á íslensku. Náttúrufræðingurinn 69 (3-4), bls. 155-165, 2000. 155
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.