Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 37
9. mynd. Breiða afdýjaskófvið dý í Toifastaðahólum á He'raði, 9. 8. 1999. Rauði mosinn er
hnokkmosategund (Bryum sp.). Ljósm. Helgi Hallgrímsson.
/sÆ
hún þeki oft lækjarbakka og á Suðurlandi
sé hún mjög áberandi á rökum móbergs-
kletlum. í Eyjafirði var hún ekki skráð ofan
við 500 m y.s. (Helgi Hallgrímsson og
Hörður Kristinsson 1965), en nokkuð vex
af henni í 600-700 m hæð á Eyjabökkum
við Snæfell (Hjörleifur Guttormsson og
Gísli Már Gíslason 1977) og í Þjórsár-
verum. Hesselbo segir hana vaxa í
töluverðu magni í 600-700 m hæð við
Berufjörð, Seyðisfjörð og ísafjörð. Loks
má geta þess að dýjaskófin var meðal
fyrstu soppmosa sem fundust á Surtsey
1972 (Skúli Magnússon og Sturla
Friðriksson 1974). Útbreiðslukortið (10.
mynd) sýnir þá dreifingu sem nú er þekkt á
íslandi. Samkvæmt því virðist dýjaskófin
vera einna tíðust um norðanvert landið en
fágætust á Suðausturlandi. Athyglisvert
er að hana virðist vanta á Reykjanes-
skaga.
Dýjaskóf mun vera dreifð um öll lönd
jarðar (heimsdreifð) og er talið víst að hún
berist með mönnum og starfsemi þeirra, líkt
og baukmosarnir Bryum argenteum og
Ceratodon purpureus (Andersson 1985).
■ SAMBÝLI VIÐ SVEPPl
Nokkrar tegundir hattsveppa virðast mynda
einhvers konar sambýli með dýjaskófinni.
Hér á landi er þetta áberandi með tegundir af
ættkvíslinni Gerronema (Rickenella), svo
sem G.fibula og G. setipes. Ein Gerronema-
tegund hefur jafnvel verið nefnd eftir
dýjaskófinni og heitir á fræðimáli G.
marchantiae, en ekki er ljóst hvort hún vex
hér á landi. Ekki er mér kunnugt hvers konar
sambýli þetta er. Svipuð tengsl eru vel þekkt
milli Gerronema pseudogrisella og sopp-
mosans Blasia pusilla, sem algeng eru á
áreyrum og vaxa þá ætíð þétt saman. Þar er
bláþörungur af kvíslinni Nostoc þriðji
aðilinn í sambýlinu (Helgi Hallgrímsson
1973).
163