Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 44

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 44
■ deilur pasteurs OG POUCHETS A þessum árum átti Pasteur í hörðum deilum við Felix Pouchet, sem hafði gerst ákafur talsmaður sjálfkviknunar. Pouchet var í flokki þeirra sem trúðu á kviknun bæði örvera og sníkjuorma úr lífrænum efnum (,heterogenesis). Hann gerði fjölmargar tilraunir sem hann taldi styðja sjálfkvikn- unarkenningar sínar og gaf árið 1859 út mikið rit um efnið. Pasteur fann tilraunum Pouchets flest til foráttu og það fer víst ekki á milli mála að Pasteur var snjallari tilraunamaður en Pouchet. En deila Pasteurs og Pouchets varð til þess að franska vís- indaakademían hét þeim 2500 franka verð- launum „sem með vel útfærðum tilraunum varpaði ljósi á spurninguna um svonefnda sjálfkviknun lífs“. Akademían skipaði nefnd til að veita verðlaunin. Það var þá siður akademíunnar þegar í odda skarst milli vísindamanna að láta nefnd valinkunnra manna komast að hinu sanna og skakka leikinn. Þeir fimm heiðursmenn sem nú voru skipaðir í nefnd voru allir yfirlýstir and- stæðingar hugmynda um sjálfkviknun og það kom líklega engum á óvart að Pasteur skyldi fá verðlaunin. Hann var líka vel að þeim kominn, en þess er varla að vænta að deilur vísindamanna hjaðni við úrskurð nefndar og Pouchet lét ekki sannfærast. Hann hélt tilraunum sínum áfram og fékk allt annars konar niðurstöður en Pasteur. Þegar hann t.d. opnaði flöskur með dauðhreins- uðu heyseyði í mismunandi hæð í Pýrenea- fjöllum menguðust þær ævinlega allar. Þessar niðurstöður túlkaði Pouchet út frá kenningunni um heterogenesis: Ekki þyrfti annað en súrefni til þess að líf kviknaði í soðinni næringarlausn (Farley 1977). Með þessar niðurstöður að vopni gat Pouchet talið vísindaakademíuna á að setja á laggirnar aðra fimm manna nefnd til að fjalla um málið. Sú nefnd var líkt og sú fyrri skipuð eindregnum andstæðingum þeirra hugmynda sem Pouchet hélt fram og svo fór að tilraunir hans voru ekki teknar til þeirrar athugunar sem þær þó verðskulduðu. Nefndin úrskurðaði Pasteur í vil. Hefði Pouchet fengið tækifæri til að endurtaka tilraunir sínar í viðurvist nefndarmanna er hætt við að þeir hefðu lent í vandræðum. Telja má víst að í heyseyði Pouchets hafi verið bakteríugró sem þola suðu við 100°C. Það þarf að sjóða þau undir þrýstingi til þess að þau drepist. Pasteur hafði aldrei notað heyseyði í tilraunum sínum heldur aðra næringarvökva eins og t.d. gerseyði. Bakteríugró voru uppgötvuð af þýska grasafræðingnum Ferdinand Cohn um 15 árum síðar. ■ SjÁLFKVI KNUN EÐA SKÖPUN Með úrskurði þessarar nefndar má segja að deilum um sjálfkviknun hafí lokið að mestu í Frakklandi. Pouchet dró sig í hlé en skipti ekki um skoðun. Hann lést árið 1870. Pasteur átti eftir að hafa nokkur afskipti af málinu og ítreka andstöðu sína við hugmyndir um sjálfkviknun. Sú andstaða var honum mikið kappsmál. 1 frægum fyrirlestri um sjálfkviknun, sem Pasteur hélt í troðfullum stóra fyrirlestrar- salnum í Sorbonne 7. apríl árið 1864, kom glöggt í ljós að hann hafði hugleitt trúarlega og heimspekilega þýðingu deilunnar um sjálfkrafa tilurð lífvera. Hann sagði þá meðal annars: „Hvílíkur sigur mundi það vera fyrir efnishyggjuna ef hún gæti sannað að hún hvíli á þeirri staðreynd að efni geti skipulagt sig sjálft og gefið sjálfu sér líf ... Til hvers væru þá hugmyndir um skapandi Guð?“ (Farley 1977 og 1978). Pasteur var ekki einn af efnishyggjumönnunum. Á það dró hann aldrei dul. í þessum fyrirlestri lagði hann þó áherslu á að hann hefði ekki tekið afstöðu til vandamálsins fyrirfram heldur mótaðist við- horf hans eingöngu af niðurstöðum til- rauna. Varla er samt hægt að verjast þeirri hugsun að Pasteur hefði brugðið óþægilega við ef líf hefði kviknað í svanaháls- flöskunum. I ljósi hinnar eindregnu ef ekki hatrömmu andstöðu Pasteurs gegn kenningum um sjálfkrafa tilurð lífs kemur það skemmtilega á óvart að Pasteur gerði á fyrri árum (1850- 170
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.