Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 45

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 45
1853) sjálfur tilraunir til að framkalla líf úr dauðu efni. Hann sagði fyrst frá þessu opinberlega í fyrirlestri árið 1883 og útilokaði þá ekki að slíkt mætti takast. Þessar tilgátur og tilraunir Paste- urs tengdust rannsóknum hans á handhverfum lífrænum efnasam- böndum. Slfk efni fyrirfinnast í tveimur myndum sem hafa sömu efnaformúlu en eru spegilmynd hvor af annarri. Pasteur hafði hafið rannsóknarferil sinn á því að rannsaka eitt þessara efna, vínsýru, og hann trúði því að slík efni væru einkennandi fyrir líf- heiminn. Þau mynduðust aðeins í lífverum. Ef hægt væri að ná valdi á þeim kröftum sem móta slíka ósamhverfu, væri ef til vill hægt að skapa líf. Pasteur útilokaði með öðrum orðum ekki að vísinda- menn gætu skapað líf þótt náttúr- unni væri það um megn (Farley 1978,Geison 1995). 3. mynd. Charles Darwin (1809-1882). (History of Ge- ■ SJÁLFKVIKNUN netics> H- Stubbe). í UPPHAFI Enda þótt kenningar um sjálfkrafa kviknun lífs ættu sér ekki viðreisnar von í Frakklandi eftir að Pasteur hafði verið úrskurðaður sigur í deilunni við Pouchet, voru dagar þeirra ekki taldir. Bæði í Þýskalandi og í Bret- landi nutu þær mikillar hylli á sjöunda áratugnum og fram á þann áttunda. Niður- stöður Pasteurs höfðu í raun ekki ýkja mikil áhrif á skoðanir vísindamanna utan Frakk- lands. Pasteur sneri sér að rannsóknum á smitsjúkdómum og vömum gegn þeim, sem hann vann að til dauðadags árið 1895. Það var einkum tvennt sem varð til þess að beina sjónum margra breskra og þýskra vísindamanna að kenningum um sjálfkvikn- un lífs, þróunarkenning Darwins (3. mynd) og ríkjandi hugmyndir um frymi (proto- plasma) sem grunnefni hins lifandi. Höfuðrit Charles Darwins, Uppruni tegundanna, kom út árið 1859. Kenning Darwins um þróun tegundanna stig af stigi fyrir náttúruval hlaut að vekja spurningar um tilurð fyrstu lífverajarðarinnar. Hverjarhöfðu þær verið og hvernig höfðu þær myndast? Þessar spurningar voru mikið ræddar í Frakklandi. Mörgum þótti þróunarkenning Darwins fela í sér að líf jarðar hefði upprunalega kviknað úr lífvana efnum og það gátu fæstir sætt sig við. Af dæmigerðri varkámi og hyggindum leiddi Darwin sjálfur hjá sér að svara þessum spurningum en gaf í skyn í lok Uppruna tegundanna að Skapari hefði komið við sögu þegar hið fyrsta líf kviknaði. í bréfi til vinar síns, grasafræðingsins Joseph Hook- ers, árið 1863 sagði hann hins vegar að hann tryði ekki á slíkt og hefði aðeins átt við að uppruni hinnar fyrstu lífveru væri ráðgáta (Farley 1977). Það mun heldur ekki hafa verið Darwin neitt kappsmál að blanda Skapara í málið því hann, sem á námsárum 171
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.