Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 61

Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 61
yngri en myndun melanna og þeir því að öllum líkindum eldri en 12.575 '4C ár BP. Af þessu leiðir að jöklar hurfu af svæðinu sunnan Skarðsheiðar og úr ytri hluta Hval- fjarðar og Borgarfjarðar á tímabilinu fyrir um 12.600 til 12.10014C ámm BP. Yngstu aldursgreindu sjávarsetlögin á þessu svæði eru um 10.000 ára gömul og eru þau í aðeins 10 m hæð yfir sjávarmáli (Ólafur Ingólfsson 1988). Af þessu öllu má svo ráða að fyrir rúmum 10.000 l4C árum BP hafi „eyjan“ Akrafjall endanlega orðið landföst. ■ niðurstöður Allt frá því Guðmundur G. Bárðarson (1923) ritaði stórmerka ritgerð um jarðfræði og sjávarstöðubreytingar við Borgarfjörð og Hvalfjörð hafa fjölmargir vísindamenn rannsakað þetta svæði og aukið við þekkingu okkar á jarðfræði þess. Segja má að það hafi verið sameiginleg niðurstaða þeirra allra varðandi breytta afstöðu láðs og lagar að elstu strand- línurnar séu þær sem nú eru fundnar hæst yfir sjó og að neðan þeirra séu jafnt og þétt yngri strandlínur. Fundur hvalbeins í gryfjunum á Stóru- Fellsöxl, aldursgreining þeirra og tenging við aðrar rannsóknir á svæðinu gerir það að verkum að endurskoða hefur þurft þá heildarmynd sem menn hafa gert sér af hörfunarsögu jökla í utanverðum Borgar- firði og Hvalfirði. Hvalbeinin og aldur þeirra (12.575 ± 80 14C ár BP) sýnir, svo ekki verður um villst, að setlögin hafa hlaðist upp í sjó og staðfestir sömuleiðis að ísaldarjökullinn hörfaði inn fyrir núverandi strönd Vesturlands ekki síðar en fyrir um 12.600 14C árum. Setlögin við Stóru-Fellsöxl, sem beinin fundust í, sýna að á þeim tíma var sjávarborð þar í 105 m hæð yfir sjó. Mjög há fjörumörk, í allt að 125 m hæð í undirhlíðum Skarðsheiðar, eru talin hafa myndast á sama tíma. Þessi fjörumörk eru allra hæstu fjörumörk sem finnast á svæðinu og miðað við halla þeirra til suðvesturs má fylgja þessum forna haffleti norður fyrir Hafnarfjall og Skarðsheiði, að Stóra-Sandhóli sem er í 148 m hæð yfir sjó, og ætla má að setlögin í Stóra-Sandhóli séu af svipuðum aldri. Aldursákvörðun á skeljabrotum í 114-135 m hæð í Stóra-Sandhóli (12.270 ± 150 14C ár BP) staðfesta að svo er. Þetta og aldur skelja við Andakílsárvirkjun og Árdalsá (12.240 ± 200 og 12.100 ± 250 l4C ár BP) eru öruggar vísbendingar um að þá hafi jöklar að mestu verið horfnir af undirlendinu sunnan Skarðsheiðar og úr ysta hluta Borgarfjarðar. Efstu fjörumörk sunnan undir Hafnarfjalli og Skarðsheiði, við Lambagil og í Kötlum eru í um 115 og 105 m hæð. í Kötlum hafa fjörumörkin myndast utan í setmyndunum sem tilheyra nyrsta hluta Skorholtsmela, og því eru melarnir örugglega eldri en fjörumörkin, sem mynduðust fyrir um 12.600 árum. Sú staðreynd, sem og það að utan í melunum sunnanverðum er að finna sjávarset sem inniheldur um 12.000 14C ára gömul skeljabrot, breytir verulega fyrri hugmyndum um að Skorholtsmelar hafi myndast við framrás jökuls sem fyllti allan ytri hluta Borgarfjarðar fyrir um 10.600- 10.30014C árum (Ólafur Ingólfsson 1988). Þegar þessi gögn um útbreiðslu og aldur eru skoðuð er ljóst að fyrir u.þ.b. 12.600 14C árum voru allir jöklar endanlega horfnir af undirlendinu sunnan Skarðsheiðar. Þá má leiða líkum að því að ysti hluti Borgarfjarðar hafi einnig verið orðin íslaus á þessum tíma. Landlyfting í kjölfar hörfunar ísaldar- jökulsins hefur gerst á tiltölulega skömmum tíma, en miðað við hæð fjörumarka við Stóru-Fellsöxl í um 105 m hæð og fjörumarka sunnan í Skorholtsmelunum í 55 m hæð hefur land risið um 50 m á um 570 14C árum (1085 cal. árum), en það samsvarar því að afstöðubreyting lands og sjávar hafi að jafnaði numið um 8,8 cm/14C ár (4,6 cm/cal. ár). Úr þessum niðurstöðum má einnig lesa að aldrei síðar hafi sjór staðið jafnhátt né heldur hafi jökull nokkru sinni síðar náð út yfir setlögin og fjörumörkin, þar sem setlögin við Stóra-Sandhól, Stóru-Fellsöxl og Andakíl bera þess engin merki að jökull hafi nokkru sinni skriðið yfir þau eftir að þau mynduðust. 187
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.