Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 67
2. mynd. íslenskir dílaskarfar verpa flestir í Breiðafjarðareyjum. Staðsetning varpanna á
lágum skerjum gerir það að verkum að tiltölulega auðvelt er að fylgjast með breytingum á
stœrð og staðsetningu varpanna með því að taka flugmyndir af þeim. Dílaskatfur er eina
íslenska sjófuglategundin þar sem allur varpstofninn er vaktaður. Myndin er af
skarfabyggðinni í Svartbakaskeri í Svefneyjum. - The great majority ofthe Icelandic Cor-
morant population breeds on the Breiðafjörður islands, west Iceland. Their colonies, situ-
ated on low, flat skerries, lend them convenient for aerial photography as basisfor moni-
toring population size. This is the only seabird species where the total Icelandic popula-
tion is monitored. The photo is taken at the Svartbakasker Cormorant colony, in
Svefneyjar, Breiðafjörður islands. Ljósm./photo: Ævar Petersen, 21.6.1985.
Skipulegar talningar á einstökum tegund-
um eða á sjófuglum á vissum landsvæðum
hafa þó verið framkvæmdar (sjá m.a. Ævar
Petersen 1989, Arnþór Garðarsson 1996b).
Arnþór Garðarsson hjá Háskóla íslands
hefur verið ötulastur á þeim vettvangi og
nægir að nefna dflaskarf, toppskarf, súlu,
langvíu, stuttnefju, álku, ritu og lunda (Am-
þór Garðarsson 1995a, b, 1996b). Á vegum
Náttúrufræðistofnunar var meðal annars
kannað fýlavarp á Suðurlandi, stormmáfs-
byggðir og hettumáfsvörp á öllu landinu og
sjófuglavörp í Breiðafjarðareyjum og víðar.
Danimir Lund-Hansen og Lange (1991)
athuguðu varpbyggðir skúma á árunum
1984-1985 og Jón H. Jóhannsson og Björk
Guðjónsdóttir hafa skráð teistuvörp og önnur
sjófuglavörp í Strandasýslu (Jón H. Jóhanns-
son og Björk Guðjónsdóttir 1995).
Enn er mikið starf óunnið við að meta
stærð allra sjófuglavarpa, sem skipta þús-
undum, og hefur staðsetning þeirra allra
ekki einu sinni verið skráð. Þannig er því
farið með fýl og kríu, en samkvæmt grófu
mati gætu verið 1.500 til 2.000 byggðir í
landinu af hvorri tegund. Segja má að fyrsta
skrefið sé að vita staðsetningu varpa en það
næsta að telja í vörpunum með skipulögðum
hætti. Algengustu tegundimar og þær sem
verpa fremur dreift eru verst skráðar, s.s.
fýll, kría, hvítmáfur, svartbakur, sflamáfur,
silfurmáfur og teista. Auk þess breytast vörp
eftir því sem ár líða, jafnvel ár frá ári eins og
gerist iðulega með vörp kríu, hettumáfs og
dflaskarfs. Fyrirliggjandi upplýsingar um
tilvist einstakra sjófuglabyggða eða stærð
þeirra em í mörgum tilvikum áratugagamlar og
gætu viðkomandi vörp því verið horfin núna
og önnur komin í þeirra stað.
Mörg undanfarin ár hefur verið unnið að
því að safna tiltækum gögnum um stað-
setningu sjófuglabyggða. Afar seinlegt er
að tína þessar upplýsingar saman, hvort
heldur er úr rituðum heimildum eða með því
193