Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 89

Náttúrufræðingurinn - 2000, Blaðsíða 89
■ KOL Kol eru plöntuleifar sem hafa umbreyst við upphitun undir fargi jarðlaga. Vinnsla kola í stórum stíl hófst með iðnbyltingunni snemma á nítjándu öld. Jarðfræði nútímans spratt upp úr leit að kolum og vinnslu þeirra. Kolalög er að finna í jarðlögum frá öllum tímum eftir devontímabilið, en þá urðu þurr- lendisplöntur fyrst útbreiddar um jörðina, þ.e. fyrirtæpum 400 milljónum ára. Hin miklu koialög í Norður-Ameríku, á Bretlandi og meginlandi Evrópu eru frá kolatímabilinu, 290 til 360 milljón ára gömul. Fyrsta stigið í myndun kola er uppsöfnun mikils magns plöntuleifa við þær jarðfræði- legu aðstæður sem þær þurfa til að varð- veitast. Umhverfið verður að vera súrefnis- snautt svo leifarnar oxist (rotni) ekki og setlagamyndun verður að eiga sér stað svo plöntuleifamar fergist. Talið er að kolalögin frá kolatímabilinu í Vestur-Evrópu hafi aðallega myndast á fenjasvæðum á mótum lands og sjávar þar sem land var að síga. Þar sem ár runnu til sjávar á fenjasvæðunum hlóðst upp sandur úr fram- burði þeirra og á honum óx skógur. Þar sem slíkur framburður var ekki til staðar lenti landið undir sjó vegna landsigsins. Þar mynduðust lög af kalki á litlu dýpi, úr skeldýrum eða við útfellingu úr sjónum, en leir á meira hafdýpi. Þegar ámar breyttu um farveg lagðist sandur ofan á kalklögin eða leirinn. Skógurinn á sandinum í nágrenni eldri árfarvega kaffærðist vegna landsigsins, lenti undir sjó, og ofan á hann lagðist kalk eða leir. Þannig eru jarðlögin frákoiatímabiiinu úrsandsteini, kalksteini, leir- steini og kolalögum. Kolalögin geta verið margir metrar á þykkt. Þau er að frnna ofan á sandsteini og undir kalksteini eða leirsteini. Oft sjást för eftir rætur í sandsteininum. Kolum er skipt í nokkra flokka eftir kolefhis- innihaldi og þar með gæðum, eða í brúnkol, ígljákol, gljákol og antrakítkol. Antrakítkolin em kolefnisríkust og verðmætust en brúnkolin verðminnst. Brúnkolin er yfirleitt að fínna í tiltölulega ungu bergi. Antrakítkolin eru hins vegar í elstu jarðlögunum sem hafa náð að hitna mest og hafa þau oft lagst í fellingar. Gljákol liggja þai' á milli. / •’ft ácV , : ■ ^:: i* f* feá 3. mynd. Kol eru ýmist unnin úr námum neðanjarðar (efsta mynd) eða á yfirborði með stórtækum þungavinnuvélum. Ef þunn jarðlög liggja ofan á kolunum er þeim flett af (neðsta myndin) og eftir að kolalögin hafa verið unnin er yfirborðs- efninu ýtt yfir sárið til að draga sem mest úr umhverfisáhrijum, h'kt og nú eryfirleitt gert hér á landi við malartöku. Kol eru ýmist unnin í opnum námum eða í námum neðanjarðar (3. mynd). Þar sem kola- lögin liggja á litlu dýpi getur verið hagkvæm- ast að fletta þeim jarðlögum af sem ofan á þeim liggja, með stórvirkum vinnuvélum, og moka kolunum síðan upp. Séu kolalögin hallandi eða á meira dýpi er námavinnsla neðanjarðar nauðsynleg. 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.