Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 6
A. Rauðáta B. ísáta 90° 60° 30° 0° 30° 90° 60° 30° 0° 30° C. Póláta D. Helgolandsáta 90° 60° 30° 0° 30° 90° 60° 30° 0° 30° 1. myncl. Útbreiðsla Calanus-tegunda í Norður-Atlantshafi. A: rauðáta ('Calanus finmarchicus); B: ísáta (C. glacialis); C: póláta (C. hyperboreus); D: Helgolandsáta (C. helgolandicus). Útbreiðslusvœðin eru sýnd með Ijósrauðum lit. Á myndunum eru líka sýndir helstu straumar. Rauðar örvar sýna Itlýja strauma, bláar örvar kalda strauma, en brotnar örvar djúpstrauma. (Útbreiðsla átu eftir Conover 1988, straumar eftir Hansen og 0sterhus 2000.) Grænlandshaf og Barentshaf, þar sem út- breiðslan nær norður fyrir 80°N. Þetta útbreiðslumynstur ber því glöggt vitni að rauðátan er norræn tegund, sem þrrfst illa bæði í heitum sjó á suðlægum breiddargráðum og ísköldum pólsjó Norður-íshafsins. Auk rauðátu eru þrjár aðrar tegundir af ættkvíslinni Calanus algengar í Norður-At- lantshafi. Þær eru ísáta (C. glacialis Jasch- nov), póláta (C. hyperboreus Kröyer) og Helgolandsáta (C. helgolandicus (Claus)). Ef stærðin er undanskilin eru þessar tegundir allar mjög líkar rauðátu í útliti; Helgo- landsátan er jafnstór, ísátan nokkru stærri og pólátan um tvisvar sinnum stærri en hún. Isáta er heimskautategund og algeng í norðanverðu Barentshafi, Norður-lshafi og Norður-Grænlandshafi (1. mynd B). Þaðan berst hún inn á hafsvæðið norðan Islands með Austur-Grænlands- og Austur-Islands- straumnum, en er þó ekki algeng þar. 4

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.