Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 8
3. mynd. Líkamsbygging og innri gerð fullvaxta kvenrauðátu. (Eftir Marshall og Orr 1972.) dýrahóps teljast um 170 tegundir hér við land. Flestar þeirra eru mjög smáar. Rauð- átan er raunar með þeim stærri og fullvaxin verður hún um 4 mm. Nai'n sitt fær hún af rauðurn litarefnum sem safnast fyrir í forða- næringu hennar yfir sumartímann. Næring- arástand rauðátunnar má því að nokkru merkja af litnum; síðsumars þegar hún er full af forðanæringu er hún mun rauðari en á veturna þegar forðinn er ininni. Eins og hjá öðrum krabbaflóm skiplist líkami rauðátunnar í höfuð, frambol og afturbol (3. ntynd). Höfuðið og frambolurinn eru samvaxin og mynda saman höfuðbol rauðátunnar. A höfðinu eru fintm útlimapör: tvö pör af fálmurum, einir bitkrókar og tvennir kjálkar. Þar fyrir aftan er eitt par af kjálkafótum, en síðan korna fimm sundfóta- pör sem líkjast árablöðum og er annað nafnið á ættbálknum sent rauðátan tilheyrir - árfætlur- dregið af þeim. Afturbolur rauð- átunnar er liðskiptur og er aftasti liðurinn, sporðliðurinn, klofinn, og á honum löng hár eða burstar. Rauðátan notar aftari fálmarana, bit- krókana, kjálkana og kjálkafæturna til að afla 6

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.