Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 15

Náttúrufræðingurinn - 2000, Síða 15
hana í miklum mæli rétt við yfirborðið, jafnframt því sem hún dreifir þá gjarnan nokkuð úr sér (7. ntynd). Urn leið og birtir fer hún svo aftur niður á meira dýpi. Þannig getur rauðátan ferðast lugi metra yfir sólarhringinn. Yfirleitt ferðast yngstu dýrin styst, en eftir því sent dýrin eldast fara þau lengra. Dægurferðirnar hafa ntikið aðlögunargildi fyrir rauðátuna, því með því að hafast við í tiltölulega dimmum djúplögum sjávar á daginn og koma aðeins upp í yfirborðslögin á næturnar til að éta minnkar hún hættuna á því að verða sjálf étin af dýrum sem nota sjónina til að finna bráðina. Raunar má líta á atferli rauðátunnar í þessu sambandi sem eins konar málamiðlun milli þess að éta eða verða étin (Fiksen og Carlotti 1998): Með því að hafast við í yfirborðslögunum þar sem birtu nýtur og þar sem fæðuframboðið er mest eykur rauðátan fæðunámið, en þar með eykst líka hættan á því að hún verði étin, t.d. af fiskum. A vorin og fyrri hluta sumars, þegar mestu skiptir að safna forða, dvelur rauðátan allan sólarhringinn í yfirborðs- lögunum og hinar daglegu göngur eru að jafnaði litlar, en á haustin, þegar næringar- ástand rauðátunnar er betra og fæðunámið því ekki eins mikilvægt, syndir hún niður á daginn og lágmarkar þannig hættuna á því að verða étin. Þannig er talið að auk ljóssins hafi næringarástand rauðátunnar rnikil áhrif á hinar lóðréttu göngur. Ymsar aðrar sjávarlífverur fylgja rauð- átunni í þessurn daglegu göngum. Það er til dæmis alþekkt að uppsjávarfiskar, eins og síld og loðna, standa yfirleitt tiltölulega djúpt á daginn en þétta sig í veiðanlegar torfur nærri yfirborðinu á næturnar. ■ ÁRSTÍÐABREYTINGAR Á 8. rnynd eru sýndar árstíðabreytingar í fjölda rauðátu á mismunandi stöðum við landið (Ástþór Gíslason og Ólafur S. Ást- þórsson 1996, 1998; Ástþór Gíslason o.fl. 2000; Ólafur S. Ástþórsson og Ástþór Gísla- son 1992, 2000). Tekið skal frarn að gögnun- um sem liggja til grundvallar var hvorki safnað sama ár né með nákvæmlega eins veiðarfærum, og þau eru ekki heldur frá jafn- mörgum stöðvum (tvær stöðvar við Vestmannaeyjar, þrjár út af Krísuvík og í Isafjarðardjúpi, átta út af Siglunesi, sex norðaustur af Langanesi). Ut af Krísuvík, Siglunesi og Langanesi var auk þess einungis safnað úr efstu 100 m sjávar en niður að botni við Vestmannaeyjar (200 m dýpi) og í ísafjarðardjúpi (100 m dýpi). Gögnin eru því ekki að öllu leyti sambærileg en gefa engu að síður vísbendingar um meginlínur í framvindunni yfir árið. Á myndinni sést greinilega að rauðátu- rnagnið er mun meira fyrir sunnan land en norðan. Þannig er árlegur meðalfjöldi rauð- átu næstum fjórum sinnurn meiri við Vest- mannaeyjar (um 25.000 dýr á m2) en út af Siglunesi (unt 7000 dýr á m2). í þessum samanburði er enn rétt að ntinna á að öfugt við það sem gert var við Eyjar var átunni ekki safnað niður að botni fyrir norðan, heldur aðeins úr efstu 100 m sjávar. Þess vegna er ársmeðaltalið þaðan líklega van- metið. Yfir sumartímann eru fjöldatölurnar hins vegar nokkurn veginn sambærilegar, því eins og áður var vikið að heldur rauð- átan sig þá aðallega í yfirborðslögunum. Þar sem mergð rauðátu var þá einnig ntun rneiri suður af landinu en norður af því (8. mynd) má telja líklegt að ofangreind ársmeðaltöl endurspegli mun meiri framleiðni rauðátu í hlýsjónum fyrir sunnan land en í kalda sjónum fyrir norðan. I þessu sambandi má geta þess að samkvæmt rannsóknum Þórunnar Þórðar- dóttur (1995) er meðalfrumframleiðni hafsvæð- isins fyrir sunnan landið unt þriðjungi meiri en fyrir norðan, sem gefur til kynna að burðargeta suðurmiða sé talsvert meiri en norðurmiða. Annað atriði sem greinilega sést á 8. mynd er að fyrir sunnan eru átuhámörkin tvö yfir sumarið en fyrir norðan aðeins eitt. Eins og lýst verður hér á eftir endurspegla hámörkin að verulegu leyti hrygningu rauðátunnar, þótt að hluta stafi þau af reki dýra frá nálægum svæðum. Fyrir sunnan land (Vestmannaeyjar, Krísuvík) hrygndu vetrardýrin í apríl og maí. I kjölfarið fylgdi mikil ljölgun rauðátu sem lauk með hámarki í maí-júní (8. mynd). Hluti 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.