Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 30

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 30
leiðir einnig til þess að það magnast upp í fæðukeðjunni og því er langlífum lífverum, ofarlega í keðjunni, sérstaklega hætt við eitrun. Nýlegar rannsóknir frá Færeyjum sýna glöggt hversu alvarleg áhrif væg rnengun getur hal't, en þar kom í ljós að börn mæðra sem neyttu hvalkjöts á meðgöngu- tímanum fengu í sig mun meira kvikasilfur á fósturstigi en önnur börn. Enda þótt það kvikasilfursmagn sem mæðurnar innbyrtu hafi í langflestum tilfellum verið undir við- miðunarmörkum kom á daginn, er börnin voru orðin átta ára, að þau börn sem mest kvikasilfur höfðu fengið voru á eftir jafn- öldrum sínum í andlegum og líkamlegum þroska (Mackenzie 1999) og blóðþrýstingur þeirra var hærri en annarra barna (Sprensen o.fl. 1999). A síðustu tveimur áratugum hafa vísinda- menn orðið varir við hækkandi styrk kvika- silfurs í lífverum á ýmsum afskekktum svæð- um, fjarri sýnilegum mengunarvöldum. Þau ferli sem leiða til þessarar mengunar geta verið mismunandi frá einu tilfelli til annars en yfirleitt er um að ræða flókið samspil náttúrlegra þátta og athafna mannsins. I þessari grein segjum við frá jarðefna- fræðilegum ferlum sem leiða til þess að kvikasilfur safnast fyrir f jarðvegi, þaðan sem það getur borist út í lífríkið þegar uppi- stöðulón eru mynduð á grónu landi. Við greinum frá kvikasilfursmengun af þessu tagi sem átti sér stað í Québec í Kanada og berum saman aðstæður í Québec og á hálendi Islands þar sem til greina kemur að mynda uppistöðulón á grónu landi, bæði í Þjórsárverum og norðan Valnajökuls. ■ kvikasilfur í andrúmslofti OG JARÐVEGI Kvikasilfur hefur þá sérstöðu meðal málma að það er á fljótandi formi við stofuhita og eina loftþyngd. Efnið er að sama skapi óvenju rokgjarnt og því er flutningur þess með andrúmslofti mikilvægur þáttur í jarð- efnafræði þess. Kvikasilfur kemur fyrir í andrúmslofti á forminu Hg°, eða einstök óhlaðin atóm, og taftími' þess í andrúmslofti er tiltölulega langur, eða um eitt ár (Fitz- gerald 1989). Náttúrlegt útstreymi kvika- silfurs í andrúmslofti er talið vera um 3.000 til 6.000 tonn á ári (Nriagu og Pacyna 1988, Lindqvist 1990) og það berst í loftið við afgösun kviku og jarðhitakerfa, rotnun jarð- vegs og uppgufun úr sjó (Lindqvist og Rodhe 1985, Nriagu og Pacyna 1988, Lindqvist 1990). Urnsvif mannsins hafa einnig haft veruleg áhrif á styrk kvikasilfurs í lofti því talsvert kvikasilfur er í kolum (og olíu, í minna magni þó) og það rýkur út í loftið við bruna. Við málmvinnslu og sorp- brennslu losnar einnig verulegt magn kvika- sillurs út í andrúmsloftið (Tremblay o.fl. 1993, Lindqvist 1990). Talsvert kvikasilfur losnar út í andrúmsloftið við vinnslu á klór og vítissóta með klór-alkalí rafgreiningu en þó í minna mæli en áður þar sem dregið hefur úr notkun kvikasilfursrafskauta, og innan Evrópusambandsins er stefnt að því að leggja notkun þeirra niður með öllu fyrir árið 2010 (Lindley 1997). Tal ið er að kvikasilfurs- útstreymi af mannavöldum sé nú álíka mikið og náttúrleg losun (Lindqvist og Rodhe 1985, Nriagu og Pacyna 1988, Mukherjee 1991) þannig að útstreymi kvikasilfurs í andrúmsloftið nú sé u.þ.b. tvöfalt það sem varlyrir iðnbyltingu. Hinn langi taftími kvikasilfurs í andrúms- lofti leiðir til þess að styrkur þess í lofti er alls staðar af sömu stærðargráðu. Þannig er styrkur kvikasilfurs í lofti í hinum iðnvæddu miðvesturríkjum Bandaríkjanna 5,5 til 8,7 ng/ m1 * 3 (Lindberg o.fl. 1991) en samsvarandi tölur fyrir norðurhéruð Skandinavíu og Kanadaeru 2,5 til 3,7 ng/m3 (Lindqvist 1990). Meðalstyrkur kvikasilfurs í andrúmslofti yfir Norður-Atlantshafi er 2,3 ng/nv3 (Slemr og Langer 1992) og má ætla að það gildi eigi við um Island. 1 Taftími (residence time) er liugtak sem er oft notað í jarðefnafræði og á við þann tíma sem reikna má með að einstök ögn af einhverju efni dvelji í ákveðnum jarðefnafræðilegum geymi (t.d. andrúmslofli, sjó, jarðvegi o.s.frv.). Taftími, t er skilgreindur sem: t = A/(dA/dT) þar sem A er heild- arstyrkur efnisins í viðkomandi geymi og dA/dT táknar það magn af efninu sem árlega berst í geyminn (Barth 1952). 28

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.