Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 33

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 33
Hofsjökull X Þjórsá 2. mynd. Þjórsárver swman undir Hofsjökli. Mörk friðlandsins í Þjórsárverwn eru sýnd með brotinni línu. Rauða línan sýnir hvernig strandlína (581 m h.y.s.) jyrirhugaðs miðlunarlóns ofan Norðlingaöldu liggur um Tjarnaver, Oddkelsver og Þúfuver. Sanitals munu 40 km strandlínunnar liggja á grónu landi. (Þóra Ellen Þórhallsdóttir 1994.) við að kvikasilfur berist í menn þótt ekki sé ástæða til að óttast jafnhrikalegar afleiðing- ar og í Québec. Ef meta á hættuna á mengun af völdum strandrofs við uppistöðulón er nauðsynlegt að þekkja vel magn kvika- silfurs í íslenskum hálendisjarðvegi. Hér að neðan eru kynntar niðurstöður forrann- sóknar á styrk og magni kvikasilfurs í mó- ríkum jarðvegi í Þúfuveri í Þjórsárverum. ■ kvikasilfur í LÍFRÆNUM JARÐVEGl I ÞÚFUVERI Þúfuver liggur austan Þjórsár, í suðaustan- verðum Þjórsárveruin (2. mynd). Gróðurfar þar er blettótt og stjórnast mjög af vatns- stöðu. Þar eru bæði þurrar og rakar lyng- heiðar og á meðan gullbrá (Saxifraga hirculus) er í blóma einkennist raklendi af sterkgulum og stórum blómum hennar (3. rnynd). Þar fyrir utan má í grófum dráttum segja að skiptist á þurr víðiheiði annars vegar og flóar og tjarnir með gulstör (Carex lyngbeii) og tjarnastör (C. rostrata) (4. rnynd) hins vegar. Ef fyrirhugað miðlunar- lón Landsvirkjunar norðan Norðlingaöldu að 581 m y.s. verður að veruleika mun það ná yfir hluta Þúfuvers, ásamt Tjarnaveri og Oddkelsveri vestan Þjórsár. Áætlað er að um 40 km af strandlínu lónsins muni lenda á grónu landi (2. mynd) (Þóra Ellen Þórhalls- dóttir 1994) þannig að búast má við veru- legu strandrofi á lífrænum jarðvegi. Jarðvegur í Þjórsárverum er þykkur og einkennist af miklu rnagni plöntuleifa (mó). Mörk móríks jarðvegs og undirlags eru 31

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.