Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 45

Náttúrufræðingurinn - 2000, Page 45
2. mynd. Breiðnefur, Ornithorhynchus anatinus. (Nowak 1990.) 18 metra djúp, sem kvendýrin ein grafa og verpa þar og annast egg og unga. Op grenjanna eru á þurru nema í mestu flóðum og þaðan hallar göng- unum upp á við. Breiðnefir synda og kafa fimlega og sækja alla næringu í vatnið. Þótt dýrin sjái og heyri vel nýtast þeirn þessi skilningarvit lítt eða ekki í kafi, því þar eru augu og eyru lokuð. Breiðnefur á veiðum kannar botninn með næmum goggnum og grípur með honum það sem ætilegt er - krabbadýr, skordýralirfur, snigla, froskseiði, orma og síli. Fengitími er frá ágúst fram í október. Dýrin makast í vatni og hálfum mánuði síðar verpur kvendýrið tveimur eggjum, sjaldnar einu eða þremur, í hreiður í greni sínu og liggur svo á í eina tíu daga. Þá klekjast ungarnir, um þuntlungs langir og hárlausir. Fjögurra ntánaða fara ungarnir úr greninu, fullhærðir og rúmlega 30 cm langir. Breiðnefir voru áður veiddir vegna felds- ins. Nú eru þeir alfriðaðir eins og önnur nef- dýr og algengir víða á útbreiðslusvæðinu. framan á því, sem dýrin renna langri tungu út úr. Eins og á breiðnef eru sporar á afturfótum karlanna, en bæði sporamir og eiturkirtlamir sem tengjast þeim eru i'ýrir og eitrið dauft. Astralíumjónefur eða maurígull, Tachy- glossus aculeatus (3. tnynd), lifir víða á meginlandi Ástralíu og á Tasmaníu og hlutum Nýju-Gíneu. Þetta er gildvaxin skepna, urn 35-50 cm löng nteð stutta rófu, með langa, hvassa brodda og fremur stutt, beint trýni með þröngu munnopi fremst. Ut um það rekur mjónefurinn langa og slímuga tungu og veiðir með henni maura og termíta, líkt og mauræta. Á fengitíma, í júlí eða ágúst, eðla mjó- nefirnir sig kvið við kvið. Skömmu síðar M/ónefir T vær tegundir mjónefja lifa í Eyjaálfu. Mörg af hárunum á bakinu eru ummynduð í brodda, líkt og á broddgelti. Á fótunum eru öflugar klær, og dýrin geta grafið sig í jörð á skammri stundu ef á þau er ráðist. Auk þess geta mjónefir hniprað sig saman og skýlt sér undir broddabrynjunni eins og broddgeltir. Trýnið er mjótt, um- lukið hyrnisslíðri, og munnurinn þröngt op 3. mynd. Ástralíumjónefur eða maurígull, Tachyglossus aculeatus. (Nowak 1990.) 43

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.