Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 48
íkornapossa
Pseudocheirus
pokarefur
Trichosurus
vulpecula
% fsk
m
Æéwií......f t
/Mp'íi kéala
/ •• | Phascolarctos
W ' *:■'U cinereus
& <8*
bilbí spZ'g'fvi-
Macrotis lagolis 4)
yjf''W jk/'ftjj hunangsrotta
^ Tarsipes
spencerae
6. mynd. Nokkrar tegundir pokadýra af kjúkudýraœtt,
Phalangeridae; pokaíkornaœtt, Petauridae; vambaœtt,
Vombatidae; kóöluœtt, Phascolarctidae; pokagreifingjaœtt,
Peramelidae, og hunangsrottuœtt, Tarsipedidae. (Encyclo-
pœdia Britannica; teikning eftir A.G. Lyne.)
útbreiddari en nú. Þau þróuðust einfaldlega
annars staðar á hnettinum en fylgjudýrin og
flest bendir til þess að æxlunarhættir þeirra
séu síst „lakari“ en fylgjudýra. Sú orka sem
pokadýr ver í að koma upp unga í poka er
sambærileg við orkuna sem fylgjudýr leggur
jafnstórum unga til fram að fæðingu. Ef
fæðuframboð er ótryggt og ungi pokadýrs-
ins sveltur í hel hefur aðferðin meira að segja
þann kost að mun minna hefur verið lagt í
hann af orku og el'ni en móðir fylgjudýrs
leggur fóstri sínu til á meðgöngutíma.
Ástralía losnaði úr tengslum við Ant-
arktíku snemma á nýlífsöld, á eósentímabili,
fyrir einum 40-50 milljón árum, og álfan
hefur síðan verið sævi
girt. Á jökultíma, þegar
sjávarborð var lægra en
nú, tengdu landbrýr eyjar
eins og Tasmaníu og
Nýju-Gíneu við meginland
Ástralíu. Þar til menn
komu til Eyjaálfu voru
þar ekki önnur fylgjudýr
en fáeinar leðurblökur og
smánagdýr, sem þangað
höfðu slæðst, og hvalir
og selir við strendurnar.
Hins vegar höfðu poka-
dýrin lagt álfuna undir
sig og aðlagast svo til
öllum aðstæðum sem
fylgjudýr búa við í
öðrum hlutum heims.
Frumbyggjar Ástralíu
fluttu lil álfunnar hunda
sem síðan lögðust út á
meginlandinu og Nýju-
Gíneu. Villihundarnir -
dingóarnir - hafa leikið
ýmis pokadýr grátt. Það
gerðu raunar mörg dýr
önnur er menn fluttu með
sér og einkum þó mann-
skepnan sjálf.
Flokkun
Pokadýrin eru oft talin
einn ættbálkur. Um
stærð, líkamsgerð og lífs-
hætti eru þau samt mun fjölbreyttari en
nokkur ættbálkur fylgjudýra, og margir
dýrafræðingar hallast þess vegna að því að
pokadýrin eigi að standa við hlið fylgjudýra
sem yfirættbálkur er skiptist í nokkra
ættbálka.
Hvort sem pokadýrin teljast einn eða fleiri
ættbálkar er dýrunum skipt í allmargar ættir.
Hér verða ættir núlifandi pokadýra taldar 12
og fulltrúar þeiira eru sýndir á 5. til 7. mynd.
I 10 af þessum 12 ættum eru pokadýrin á
eyjaálfusvæðinu, alls um 175 tegundir. I
tveimur ættum, pokasnjáldruætt og posuætt,
eru þau pokadýr, rúmar 80 tegundir, sem lifa
í Amerfku og aðeins þar.
46