Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 52
10. mynd. Kóala, Phascolarctos cinereus. Á innfelldu myndunum sjást A, vinstri fótur; B,
vinstri hönd. (Nowak 1990.)
Kóala
Kóalan eða pokabjörninn, Phascolarctos
cinereus (6. og 10. mynd), lifir suð-
austantil í Ástralíu. Dýrin eru 60-85 cm
löng, nær rófulaus og 4-15 kg. Þau lifa
aðeins í evkalyptusskógum og éta
einkum evkalyptuslauf, enda verja
kóölur ævinni uppi í trjánum nema þá
sjaldan þær þurfa að færa sig milli trjáa í
leit að fæðu eða maka. Þær eru náttdýr og
klifurdýr með beittar klær á fimm fingrum
og tám, nema á fyrstu tánni (,,stórutánni“).
sem er stutt og gild. Önnur og þriðja táin
eru samvaxnar(K). mynd,A). Tveirfyrstu
fingurnir geta gripið á móti hinum þremur
(10. mynd, B).
Yfirleitt fæðist aðeins einn ungi á ári.
Hann er þá þriðjungur úr grammi, ver
næstu sjö mánuðunum í pokanum og er
vaninn af spena hálfs til eins árs gamall.
Snemma á 20. öld skiptu kóölurnar mill-
jónum, en þær voru veiddar vegna felds-
ins og evkalyptusskógunum eytt. Um
1930 var tegundin í verulegri útrýmingar-
hættu, en með friðun og eldi dýra sem svo
er sleppt í heppilega skóga virðist hal'a
tekist að bjarga pokabirninum.
50