Náttúrufræðingurinn - 2000, Side 54
12. rnynd. Virginíuposa þykist vera dauð. (Nowak 1990.)
Dýrin makast tvisvar á ári, jafnvel þrisvar.
Eftir 12-13 daga meðgöngu gýtur kerlan allt
að 20 eða fleiri örsmáum og vanþroska
ungum (skráð met er 56). Þeir eru 10 mm
langir og rúmast hæglega tuttugu í mat-
skeið, með öflugar klær á framfótum sem þeir
beita við að klöngrast eftir feldi móðurinnar
frá gotrauf inn í pokann. Síðan missa þeir
fljótlega þessar klær. Inni í pokanum eru oft
þrettán spenar, tólf í hring og einn í miðið;
annars er nokkur breytileiki á fjölda og
skipan spenanna. Þeir ungar sem ekki kom-
ast á spena drepast, auk þess sem talsverð
afföll verða síðar. '
Ungarnir sleppa^svo ekki spenanum í
nærri tvo mánuði. Um 70 daga gamlir hætta
þeir sér fyrst út úr pokanum en fylgja
móðurinni og sjúga hana þar til þeir eru
þriggja til fjögurra mánaða. Eftir að pokinn
er orðinn óf lítill fyrir ungana hanga þeir
oft á baki móðurinnar. Dýrin verða kyn-
þroska sex til átta mánaða en fá lifa í
náttúrunni lengur en þrjú ár. Undir
handarjaðri manna hafa þau orðið fimm ára
eða eldri.
Virginíuposur eru talsvert veiddar
vegna kjötsins, sem mörgurn þykir lostæti,
auk þess sem feldurinn er notaður í
ódýranloðklæðnað.
■ SAMSTÍG ÞRÓUN
Þess eru mörg dæmi að dýr af ólíkum
uppruna, sem lifa við áþekkar aðstæður,
þrói með sér svipaða lífshætti og verði við
það lík úllits. Sem dæmi má nefna
hraðsynda fiska eins og hákarla, höfrunga
meðal spendýra og hvaleðlur miðlífsaldar.
Mörg frægustu dæmin um samstíga þróun
af þessu tagi er að finna nteðal ástralskra
pokadýra, sem skipa sama sess innan
vistkerfanna og fylgjudýr í öðrum hlutum
heims. Á 13. til 15. mynd má líta nokkur
dæmi um þetta fyrirbæri.
52