Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 70
Fiðrildi á frímerkjum
Fiðrildi prýða fjöldamörg
erlend frímerki. Nú hefur
íslandspóstur farið inn á
__________ þessa braut í fyrsta sinn og
valið tvær tegundir íslenskra fiðrilda sem
myndefni á íslensk frímerki. Frímerkin
tvö voru gefin út 9. október árið 2000.
Verðgildi merkjanna er kr. 40 og kr. 50 og
má því búast við að sjá þau á umslögum
í nokkrum mæli. Um er að ræða tvær
algengar tegundir fiðrilda hér á landi sem
hönnuður merkjanna, Hany Hadaya,
valdi í samráði við Erling Olafsson,
skordýrafræðing á Náttúrufræðistofnun
Islands. Myndirnar voru teiknaðar eftir
eintökum í safni Náttúrufræðistofnunar.
Á íslandi finnast ríflega 50 innlendar
tegundir fiðrilda en auk þeirra berst íjöldi
tegunda til landsins erlendis frá á hverju
ári. Fiðrildin sem prýða frímerkin að
þessu sinni voru skrautfeti og grasygla.
Skrautfeti (Chloroclysta citrata)
meðal algengustu fiðrildategunda á íslandi.
Hann finnst þó aðeins á láglendi en á miðhá-
lendinu lifir hann ekki. Fiðrildin fljúga í mest-
um fjölda síðla sumars, einkum í ágúst, en
lirfurnar vaxa upp fyrri hluta sumars. Þær
nærast á ýmsum tegundum plantna en blá-
berjalyng er í uppáhaldi hjá þeim. Tegundin
heidur sig því einkum í mólendi og deiglendi
þar sem bláberjalyng vex. Fá íslensk fiðrildi
skarta faliegum litum. Skrautfeti er ein skraut-
legasta tegundin en hann er þó afar breyti-
legur. Sum fiðrildin eru fagurlega mynstruð,
svört og hvít, en flest eru móleit á lit með
sérstæðu mynstri sem einkennir tegundina.
Grasygla (Cerapteryx graminis) gekk
löngum undir heitinu grasfiðrildi og er e.t.v.
með þekktari tegundum fiðrilda hér á landi.
Það kemur þó ekki til af góðu, því að lirfa
Nýju frímerkin með fyrstadags stimpli. Skrautfeti
til vinstri, grasygla til hægri.
grasyglu er hinn illræmdi grasmaðkur sem
stundum veldur umtalsverðum skemmdum á
túnum og haga. I annálum fyrri tíma má fínna
skráðar heimildir um tegundina og skemmdir
af hennar völdum. Eftir sem áður er hér um
að ræða fiðrildi sem telja má til þeirra fallegri
hérlendis. Tegundin er auðþekkt á sérstæðu
mynstri ráka á framvængjum. Grasygia er
nokkuð algeng í graslendi á láglendi um land
allt en af henni eru þó töluverð áraskipti sem
einnig geta komið fram staðbundið á land-
inu. Hún flýgur um miðbik sumars, í mestum
mæli í júlí. Lirfurnar vaxa upp á vorin og éta
rætur grasa og neðsta hluta stöngla. Þær
taka stundum svo hressilega lil matar síns
að afleiðingarnar verða skaðvænlegar.
Frekari upplýsingar um þessi fiðrildi og
lleiri tegundir er m.a. að finna í Fjölriti
Náttúrufræðistofnunar nr. 32 sem gefið var
útárið 1997.
er
68