Náttúrufræðingurinn - 2000, Qupperneq 74
4. mynd. Þétt eisuberg frá Sólheimum. Ljósm. Jón
Jónsson.
á súra gjóskuberginu“. Ekki er uin að villast
að það er jökulberg en á öðrum stað nefnir
hann hraun ofan á því. Margendurteknar
athuganir á þessu spursmáli í Skógaheiði og
við Sólheima staðfesta þetta, en hér kemur
fleira til.
Við Rjúpnagil vestur af Sólheimakoti er
ávöl bergbunga úr svörtu eisubergi, sem
klædd er jökulurð, þeirri yngstu á svæðinu.
Eisubergið liggur á jökulbergslagi. I jökul-
urðinni er nokkuð af allstórum björguin en
athyglisverðast er að það grúir af smámolum
úr eisuberginu og nokkuð er þar af vænum
hnullungum (4. mynd). Einn slíkur lenti fyrir
nokkru (13. 9. 1999) inn í safn mitt. Hann er
26x25x20 sm og vegur 23 kg. í honum eru
smámolar af mismunandi gerð og útliti og
jafnvel einn lítill ekta hnyðlingur. Steinn
þessi er því í raun smá sýni af berg-
mynduninni í heild. Massinn er svart gler,
hrafntinna. Steinn þessi gæti því verið eins
konar þversnið af því bergi sem þetta gos lét
eftir sig. Lauslegar athuganir þykja benda til
að þessi einkenni hverfi úr jökulurðinni
þegar upp fyrir 240 m hæðarlínuna, fyrir ofan
Sólheima, kemur. Þetta þarf þó endur-
skoðunar við, en reynist það rétt bendir það
til þess að berglögin þar fyrir ofan séu yngri
en eisan.
Norðaustan í áðurnefndri hæðarbungu er
skora eða sprunga í eisuberginu fyllt jökul-
bergi sem því hlýtur að vera frá fyrra
jökulskeiði (5. mynd). Þar með er
staðfestur lágmarks afstæður aldur
eisubergsins, eins og Einar hafði
bent á.
Norðan Fjalla, í Goðalandi, virðist
eins vera; eisubergslag ofan á jökul-
bergi og annað jökulbergslag ofar,
þ.e. eisuberg milli tveggja jökul-
bergslaga eins og sunnan megin.
Allt þetta þarf endurskoðunar við en
reynist þetta rétt, bætast ný
spursmál við (sbr. Jón Jónsson 1998,
bls. 100-107).
Aður var vikið að eisuberginu á
vesturbarmi Hofsárgljúfurs og stein-
unum sem flóðið hafði fært úr stað.
Þetta kemur allvel fram á mynd í Uti-
vistarheftinu nr. 12 á bls. 35, en aðgæta
ber að myndin snýr öfugt. Ekkert bendir til
þess að Hofsárgljúfur hafi verið til þegar
eldflóðið skall yfir allsbert jökulbergið.
Víðast hvar er eisubergið grófstuðlað,
þ.e.a.s. efstu metrarnir. Þar undir er, einkum í
Skógaheiði, nánast hrein eisa. Ekki er mér
kunnugt um að eldbrædd eisa, þ.e. ekta
ignimbrit, hafi á þessu svæði með vissu
fundist (sjá þó síðar).
Það sem ég hef nefnt frauðhnykla, nefndi
Einar frauðhnyðlinga. Ekki er ég sáttur við
hnyðlingsheitið og er það vegna þess að
það var í uppafi haft um gróft kristölluð
bergbrot sem koma fyrir inni í fínna efni og
skera sig svo úr, en nal'nið fann Magnús
Már Lárusson prófessor fyrir mig (Jón Jóns-
son 1963). Eg hef hallast að því að notast við
hnykil þótt ekki sé ég ánægður með það. Vel
væri ef betra fyndist. Þessir frauðhnyklar
eru flestir nánast spólulaga, þéttara efni eins
og vafið utanum algert frauð. Þeir stærstu
sem ég hef séð eru um fet á lengd. Sumir hafa
um sig kolsvarta glerhúð, hrafntinnu, sem
með dofnandi lit hverfur inn í frauðið. Allt er
þó sama efnið (6. og 7. mynd).
Hversu umfangsmikið þetta gos í önd-
verðu var verður nú ekki sagt, en þau um-
nierki þess sem enn má skoða og víðáttan
sem það hefur náð til er það mikil að næsta
öruggt má telja að um meiri háttar atburð hafi
verið að ræða. Setlögin, sem Einar getur um í
72