Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 6

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 6
1. mynd a. Kísilþörungar, Bacillariophyceae. Teikning: Siguröur Gunnarsson. Svifþörungar finnast um öll heimsins höf og oft er fjöldi þeirra mikill, jafnvel margar milljónir einstaklinga í hverjum lítra af sjó, og getur breytileiki tegundanna verið mikill. I plöntusvifinu er að finna þrettán flokka svifþörunga og mörg þúsund tegundum hefur verið lýst. Langmest kveður þó að þremur flokkum, þ.e. kísilþörungum (Bacillariophyceae), sem skiptast í tvo hópa, staflaga og hringlaga, skoruþörung- um (Dinophyceae) og kalksvifþörungum (Haptophyceae) (I. mynd a, b og c). Allar tegundir svifþörunga eru auð- kenndar með vísindaheiti. Sama vísindaheiti er notað uin sömu tegund um allan heim, Vísindaheiti tegunda er samsett úr tveimur nöfnum. Fyrra nafnið segir til um ættkvíslina og eru tegundir sem tilheyra sömu ættkvísl, t.d. Dinophysis norvegica og Dinophysis accuminata því náskyldar, en seinna nafnið segir til um hvaða tegund innan ætt- kvíslarinnar er að ræða. 1. mynd b. Skoruþörungar, Dynophyceae. Teikning: Sigurður Gunnarsson. 68

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.