Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 11

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 11
5. mynd. Keðjuraf Pseudonitzschia pseudodelicatissima (Hasle) Hasle (lengd frumu 60-140/dm). ASP-skelfiskseitrun eða MINNISTAPSEITRUN Árið 1987 veiktust 105 manns og 3 létust í Kanada eftir að hafa neytt eldiskræklings. I ljós kom að tegundin sem olli eitruninni var kísilþörungurinn Pseudo- nitzschia pungens f. multiseries (Bates o.fl. 1989). Þetta var fyrsta dæmi um skelfiskseitrun af völdum kísilþörungs í svifínu og kom það eins og reiðarslag þar sem kísilþörungar voru álitnir tilheyra „skaðlausu teg- undunum“. Kísilþörungaeitrið ASP (amnesic shellfish poi- sons) stafar af eitraðri amínósýru, domoic- sýru. Domoic-sýra hefur síðan fundist í nokkrum tegundum kísilþörunga af Pseudo- nitzschia-ættkvísl. Eituráhrif koma fram nokkrum dögum eftir að eitraðs skelfisks hefur verið neytt, en þau einkennast af ógleði og niðurgangi, minnisleysi og jafnvel dauða. Rannsóknir á kísilþörungunt sem geta framleitt ASP-eiturefni benda til þess að teg- undirnar séu ekki alltaf eitraðar heldur aðeins þegar kísil- og fosfórstyrkur í sjónum er orðinn lítill (Bates o.fl. 1991). Breytilegt er eftir tegundum hversu langan tíma það tekur skelina að losa sig við eitrið. Hörpudisktegundir geta verið eitraðar mán- uðum saman (Gilgan o.fl. 1990) en kræklingur og sandskel eru mun lljótari að losa sig við eitrið (Novaczek o.fl. 1991; Madhyasthao.fi. 1991). Af þeim 4 tegundum sem vitað er um að geta við ákveðin skilyrði framleitt ASP- eitur eru tvær, Pseudonitzschia pseudo- delicatissima og P. seriata, algengar við Island. P. pseudodelicatissima (5. mynd) er mjög mikilvæg tegund í úthafinu suður og vestur af landinu. Þessi þörungategund ríkir oft í vorhámarkinu og að suntarlagi getur frumufjöldinn einnig orðið verulegur í strandsjónum. ASP-eitrana af völdum þessarra þörunga hefur aldrei orðið vart við Island. ■ FISKDAUÐI AF VÖLDUM SVIFÞÖRUNGABLÓMA Eitranir af völdum svifþörungablóma sem valda fiskdauða hafa ekki verið rannsakaðar nærri eins vel og skelfiskseitranir. í flestum tilfellum virðast svifþörungarnir setjast í tálkn fiskanna með þeim afleiðingum að þeir kafna. í sumum tilfellum stíflast tálknin vegna slímmyndunar en í öðrum framleiða svifþörungarnir fitusýrur sem eyðileggja tálknavefinn. Fiskur í eldiskvíum getur ekki forðað sér þegar þörungablómi kemur upp en fiskur í náttúrunni á inöguleika á að synda brott. í kvíaeldi er oft gripið til þess ráðs að flytja kvíarnar við slíkar aðstæður. Til eru mörg dæmi erlendis frá um fjölda- dauða fiska sem rakinn hefur verið til skað- legra svifþörunga. Ekki er vitað með vissu í öllum tilfellum á hvern hátt þörungarnir valda dauða fiskanna, en með auknu fiskeldi í sjó beinast augu manna í sívaxandi mæli að eitrunum af þessu tagi. Allur svifþörunga- blómi, hvort sem um er að ræða „skaðlausar“ eða „skaðlegar“ tegundir, getur haft nei- kvæð áhrif á fisk, þar sem tálkn fiskanna geta stíflast og eins getur súrefnisskortur í sjón- um fylgt í kjölfar blómans. Verulegt tjón hefur orðið vegna fiskdauða í eldi í ná- grannalöndunum en minna er vitað um dauða við náttúrulegar aðstæður þar sent fiskurinn hefur tækifæri til að forða sér. Eitraðir svifþörungar geta einnig drepið fisk með öðrum hætti en að kæfa hann. 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.