Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 16

Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 16
24’W 22"W 20"W 18"W 16"W 14"W 1. mynd. Staðsetning breiðbandsskjálftamæla ÍSBRÁÐAR-verkefnisins síðla sumars 1995 og 1996, en uppsetning mœla hófst 1993. í Borgarfirði ( að Borg) var sett upp alþjóðleg breiðbandsskjálftastöð 1994 á vegum IRIS-DMS og nýtast gögnfrá henni. Að auki skráðu 14 hátíðnimœlar á línu sem náði þvert yfir landið stöðugt í u.þ.b. 3 mánuði sumarið 1995. Sprengt var eftir línunni til þess að ákvarða þykkt jarðskorpunnar. Skjálftar undir Vatnajökli eru notaðir til þess aðfylgjast með eldvirkni á því svœði. Sprungukerfi eru sýnd með grönnum línum. - The ICEMELT Broadband seismometer network from late summer 1995 to 1996. IRIS-DMT made data available from the broadband station at Borg in Borgarfjörður. In addition 14 shorl period seismometers were placed along a line across Iceland. They recorded continuously for 3 months in the summer of 1995. Shots werefired along the line to determine the thickness of the crust. Seismicity associated with the Vatnajökull volcanoes was recorded with seismometers buried in the glacier. líkaninu sem byggt er á gögnunum. Eitt af markmiðum ÍSBRÁÐAR-verkefnisins er að freista þess að betrumbæta fyrri mynd af möttulstróki íslands með nákvæmari gögnum og staðsetja bræðslusvæðið í möttlinum og öðlast nánari skilning á ferð kvikunnar frá myndunarstað upp í jarð- skorpuna. Langtímamarkmið er að geta fylgst með kviku neðanjarðar þannig að hægt sé að segja fyrir um eldgos, því að augljóslega er mikilvægt að vita um aðdraganda að stórum eldgosum. ■ MÖTTULSTRÓKURINN OG ELDHJARTAÐ Við gerð myndar af möttulstróknum og við leitina að bræðslusvæðinu notum við bylgjur frá fjarlægum jarðskjálftum (erlendis frá) til þess að skyggnast inn í möttulinn og rannsaka dýptarbilið frá u.þ.b. 25 km niður á allt að 650 km. Skjálftabylgjur frá nálægum (innlendum) skjálftum eru notaðar til rann- sókna á eiginleikum jarðskorpunnar. At- hyglinni er einnig beint að eldvirkni og hreyfingum jarðskorpunnar á Vatnajökuls- 78

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.