Náttúrufræðingurinn - 1997, Page 23
VETRARfÆÐA
BRANDUGLU
(ÁSIO FLAMMEUS)
ÓLAFUR K. NIELSEN
Fyrsta brandugluhreiðrið sem sögur
fara af hér á landi fannst sumarið
1912 (Finnur Guðmundsson 1951).
Branduglan breiddist út um landið á
nœstu áratugum og er nú strjáll varp-
fugl í öllum landshlutum (Hagemeijer
og Blair 1997).
Engar rannsóknir hafa verið gerðar
á vistfræði branduglunnar á
íslandi (I. mynd). Þetta er þó
_________forvitnilegt viðfangsefni í ljósi
tess sem vitað er um lífshætti hennar
erlendis. Utan fslands er hún útbreiddur
varpfugl í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu
og finnst einnig í Suður-Ameríku. Varp-
útbreiðsla hennar í Evrópu nær allt norður á
70°N. Aðalfæða branduglunnar í Evrópu og
víðast hvar annars staðar eru stúfmýs
(Microtinae).1 Stofnar stúfmúsa eru mjög
breytilegir að stærð og þéttleiki og
varpafkoma branduglunnar ræðst rnjög af
ástandi músastofna. Aðlögun brand-
uglunnar að þessum Iífsskilyrðum felst m.a. í
því að ungar og fullorðnir fuglar sýna litla
átthagatryggð. Sé fæðuskorlur í þeirra
Ólafur K. Nielsen (f. 1954) lauk B.S.-prófi í
líffræði frá Háskóla Islands 1978 og Ph.D.-prófi í
dýravistfræði frá Cornell-háskóla í Bandarikjun-
um 1986. Ólafur starfaði hjá Líffræðistofnun Há-
skólans 1986-1993 og starfar nú hjá Náttúru-
fræðistofnun íslands.
heimkynnum fara þær á flakk og setjast að á
svæðum þar sem gnægð er stúfmúsa. Þessi
mikli hreyfanleiki branduglunnar hefur
væntanlega auðveldað landnám hennar hér
á landi. En hvers konar land fann hún? Eina
músin sem er algeng í úthaga á íslandi er
hagamús (Apodemus sylvaticus) (Karl
Skírnisson 1993) (2. mynd). Lítið er vitað um
þéttleika hagamúsa í úthaga hér á landi og
stofnbreytingar. Miðað við takmarkaðar
upplýsingar héðan og það sem þekkt er í
Evrópu er þó ólíklegt að hagamýs nái
nokkru sinni þeim þéttleika sem sumar
tegundir stúfmúsa ná í sínum heimkynnum. í
þessu ljósi er fróðlegt að skoða hvað
branduglur éta á íslandi. Eru þær músaætur
eða éta þær fugla? Hér verður fjallað um
vetrarfæðu branduglunnar.
Auðvelt er að kanna fæðuhætti ugla. Það
eina sem vita þarf er hvar þær sofa.
Svefnstaðurinn er heimsóttur og ælum
safnað. Branduglan, likt og aðrar uglur, ælir
beinum, fiðri og hárum þeirra dýra sem hún
étur. Ælan er þéttur, ílangur böggull.
Meðalstærð ælu er 45 x 22 mm. Með því að
leysa æluna upp í vatni má skoða nánar hár
og bein og þannig greina hvaða tegundir er
um að ræða og hve margir einstaklingar voru
étnir (Mikkola 1983).
1 Allar upplýsingar um lífshætti branduglunnar eru
fengnar frá Cramp (1985), Mikkola (1983) og
Korpimaki og Norrdahl (1991), um ítarlegri heirn-
ildir er vísað í þessi rit.
Náttúrufræðingurinn 67 (2), bls. 85-88, 1997.
85