Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1997, Qupperneq 34
meðan kraftar entust. En fyrir allmörgum árum fékk hann Parkinsonsveiki sem sífellt ágerðist og dró hann að lokum til dauða þann 29. maí 1994. Áskell Löve var óvenju afkastamikill á starfsœvi sinni við rannsóknir og ritstörf; hann skrifaði og/eða ritstýrði fjölda vísindalegra greina og bóka, eða alls um 460, auk margra umsagna um bœkur og annarra smágreina. Verulegan hluta rannsókna sinna og ritsmíða vann hann í nánu samstarfi við Doris konu sína og stundum við aðra grasafræðinga. Starfs- svið hans, og þeirra hjóna beggja, var flokkun, uppruni og útbreiðsla háplantna byggð á rannsóknum á frumuerfðafrœði þeirra, einkum þó plantna til fjalla og á norðlœgum slóðum en einnig víðar í Evrópu og Norður-Ameríku. Hann var einn af helstu brautryðjendum í þessum frœðum og því mjög vel þekktur meðal grasa- frœðinga á því sviði, ekki síst fyrir stór yfir- litsverk sem hann ritstýrði um litninga- fjölda háplöntuflóru ákveðinna svœða, svo sem Islands, Mið- og Norðvestur-Evrópu og arktískra landa. A síðari árum einangraðist hann að vísu nokkuð, þar sem hann var fastheldinn á það álit fráfyrri árum þessarar rannsókna- aðferðar að svo að segja allur breytileiki í gerð og fjölda litninga plantna œtti að endurspeglast í flokkun þeirra, þó sífellt fleiri drœgju það í efa. Áskell varfélagi fjöl- margra vísindafélaga víðs vegar um heim, einkum á sviði grasafrœði og erfðafrœði, og tók virkan þátt í starfi sumra þeirra og sótti fjölda ráðstefna og funda. Formaður eða ritari nokkurra þessara félaga var hann um tíma og stjórnaði ýmsum ráð- stefnum og þingum. Hann var m.a. félagi Vísindafélags Islendinga. En hvar sem hann fór hélt hann því mjög á loft að hann vœri Islendingur, enda alla tíð einlœgur Is- lendingur í sér þó búsettur vœri erlendis og notaði hvert það tœkifæri sem gafst á ferðum vegna funda og ráðstefna til að heimsœkja Island, einkum á meðan móðir hans var á lífi. Hún var honum mjög kœr og var hann henni ætíð þakklátur fyrir að hafafyrst allra sýnt sér jurtir. Af ritum Askels eru einungis fá þekkt hér á landi, en sum þeirra eru þó mjög vel þekkt, einkum þó íslenzkar jurtir sem kom út 1945, og Islenzk ferðaflóra sem kom fyrst út 1970 en var endurskoðuð 1977 og loks endurprentuð 1981. Hún var síðan þýdd og gefin út á ensku 1983. I Ferðaflóru, og þó einkum í hinni ensku útgáfu hennar, breytti Áskell latneskum heitum fjölmargra tegunda frá því sem áður hafði almennt verið notað til þess horfs sem hann taldi réttara. Um flestar þær breytingar voru fleiri honum ósammála en sammála. Þessar bækur hafa samt verið mikið notaðar afal- menningi enda prýddar fjölda ágætra teikninga eftir norska listakonu, Dagny Tande Lid. Að auki skrifaði hann all- margar greinar um íslenskar plöntur í Náttúrufræðinginn, einkum á árunum sem hann dvaldist hér heima. Fjöldi greina um íslenskar plöntur, flokkun þeirra og upp- runa, eftir Áskel birtist einnig erlendis, m.a. í sænskum tímaritum, og einnig er fjallað um íslenskt efni í bókum sem hann ritstýrði eða átti hlut að á annan hátt, svo sem safni erinda um lífverur við norðanvert Atlantshaf og sögu þeirra, sem voru flutt á ráðstefnu sem hann stjórnaði hér í Reykja- vík árið 1962 og gefin út 1963. Undirritaður kynntist Askeli allnáið, einkum í sambandi við ráðstefnuna í Reykjavík 1962. Hann var mjög alúðlegur í viðmóti og sérstaklega hjálpsamur ungum manni sem var að byrja sinn starfsferil. Á nokkrum alþjóðaráðstefnum og þingum þar sem við hittumst kynnti hann mig fyrir og kom mér á framfœri við ýmsa kunna grasa- fræðinga sem margir voru vinir hansog hann þekkti því vel en ég aðeins af störfum þeirra og ritum. Eg hef ævinlega verið honum þakklátur fyrir alla þessa umhyggju og hjálpsemi og þótt það mikils virði að hafa fengið að kynnast honum, enda þótt ég vœri ekki alltaf sammála honum í fræðunum frekar en margir aðrir. Eyþór Einarsson. 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.